Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 372 . mál.


601. Skýrsla



Íslandsdeildar Norður-Atlantshafsþingsins fyrir árið 1994.

1. Inngangur.
    Á árinu 1994 var öflug starfsemi innan Norður-Atlantshafsþingsins og tekið var á erfiðum málum er snerta framtíð NATO og skipan evrópskra öryggismála. Veröldin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Hrun járntjaldsins á sínum tíma var vissulega fagnaðarefni og hefur haft í för með sér jákvæðar breytingar í alþjóðamálum. Það er hins vegar ljóst að þó að öryggishagsmunir hafi breyst á undanförnum árum á Evrópa í dag við gífurleg öryggisvandamál að glíma.
    Atlantshafsbandalagið hefur á undanförnum árum verið að laga sig að þeim nýju aðstæðum sem skapast hafa. Það hefur enn mikilvægu hlutverki að gegna í öryggismálum Evrópu. Af þeim stofnunum, sem starfandi eru á sviði öryggismála í Evrópu, nýtur NATO ótvírætt mestrar virð ingar, ekki síst meðal ríkja Mið- og Austur-Evrópu. Með Norður-Atlantshafssamvinnuráðinu, sem stofnað var árið 1991, tók NATO mikilvægt skref að því að bjóða ríki í Mið- og Austur-Evr ópu velkomin í samfélag vestrænna ríkja. Þetta skref hafði mikla þýðingu fyrir samstarf við þessi ríki á sviði varnar- og öryggismála og hefur haft áhrif til aukins stöðugleika á svæðinu. Þetta samstarf var síðan enn aukið með áætlun NATO um Samstarf í þágu friðar. Þá má búast við að NATO taki enn frekar þátt í aðgerðum til að koma á friði í löndum utan bandalagsins þar sem það hefur mátt sem aðrar alþjóðastofnanir í Evrópu skortir.
    Atlantshafsbandalagið hefur mætt þeim áskorunum sem það hefur staðið frammi fyrir á und anförnum árum með framsýni. Hefði NATO verið lagt niður við endalok kalda stríðsins hefði skapast tómarúm í öryggismálum í Evrópu sem leitt hefði til frekari óstöðugleika í álfunni. Evr ópa þarf jafnmikið á samvinnu við Bandaríkin á sviði varnar- og öryggismála að halda í dag og fyrir 45 árum.
    Vissulega er stefna bandalagsins gagnvart nýjum aðstæðum enn til umræðu á vissum svið um. Spurningar t.d. um hvenær skuli stækka bandalagið og hvernig, um hlutverk Rússa í örygg iskerfi Evrópu og um hugsanlegar aðgerðir utan NATO-svæðisins eru enn til umræðu. Það þýðir þó ekki að NATO sé úrelt fyrirbæri, heldur að það sé lifandi bandalag sem tekst á við breytt um hverfi af sveigjanleika og hugmyndaauðgi.
    Norður-Atlantshafsþingið var á árinu 1994 að fást við þær stóru spurningar sem bandalagið stendur nú frammi fyrir og mun sú umræða vafalaust halda áfram á árinu 1995. Íslandsdeild Norður-Atlantshafsþingsins hefur í málflutningi sínum lagt ríka áherslu á mikilvægi Norð ur-Atlantshafstengslanna í evrópskum öryggismálum. Hún hefur ítrekað að trúverðugleiki NATO hvílir einmitt á samstarfi Evrópu og Norður-Ameríku og að ekki megi missa sjónar á því á þessum umbreytingatímum.

2. Almennt um Norður-Atlantshafsþingið.
    Norður-Atlantshafsþingið er þingmannasamtök sem hafa allt frá 1955 verið þinglegur vett vangur löggjafa frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins þar sem þeir koma saman til að ræða sameiginleg áhuga- og áhyggjumál. Undanfarið hefur þingið þó bæði fjölgað í hópi sínum og víkkað út starfssvið sitt í samræmi við þær breytingar sem orðið hafa í fyrrum Sovétríkjunum og í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu.
    Fimmtán nýjum lýðræðisríkjum úr hópi fyrrum kommúnistaríkja hefur verið veitt aukaaðild að þinginu sem þýðir að þau geta nú tekið þátt í störfum og umræðum á þing inu sem beinast nú í auknum mæli að öryggismálum Evrópu í heild og að efnahagsleg um og pólitískum vandamálum ásamt menningar- og umhverfismálum sem tengjast ríkj um Mið- og Austur-Evrópu. Með Rose-Roth áætluninni veitir þingið nú einnig virkan stuðning við þróun þingbundins lýðræðis í þessum ríkjum, sjá bls. 3.

3. Hlutverk og starfssvið þingsins.
    Í Atlantshafssáttmálanum 1949 var ekki gert ráð fyrir þinglegri ráðgjafarsamkundu, en með tímanum jókst skilningur manna á því að nauðsyn væri á einhvers konar skipu legu samstarfi þjóðþinga í tengslum við og til stuðnings NATO. Þingið hefur því enga formlega stöðu innan bandalagsins, en með tímanum hefur komist á náin og virk sam vinna á milli stofnananna.
    Meginhlutverk þingsins er að upplýsa og efla samstöðu. Þingið gerir löggjöfum að ildarríkja bandalagsins og (nú) löggjöfum ríkja Mið- og Austur-Evrópu kleift að koma á framfæri áhuga- og áhyggjuefnum ríkja sinna og skiptast á upplýsingum um þau mis munandi viðhorf sem uppi eru í hinum ýmsu löndum og svæðum varðandi mikilvæg sam eiginleg hagsmunamál. Fulltrúar á þingið eru kjörnir af þjóðþingum sínum samkvæmt að ferðum sem þjóðirnar ákveða. Á þinginu endurspeglast því afar breitt svið pólitískra skoð ana.
    Þingið kemur saman tvisvar á ári til allsherjarfundar: vorfundar er stendur í þrjá daga og ársfundar er stendur í fimm daga. Fundir eru haldnir í aðildarríkjunum til skiptis í boði þjóðþinganna.
    Starfsemi þingsins fer fram í fimm nefndum: stjórnmálanefnd, varnar- og öryggis málanefnd, efnahagsnefnd, vísinda- og tækninefnd og félagsmálanefnd. Þessar nefndir eru bæði vinnuhópar og meginvettvangur umræðna. Þær rannsaka og fjalla um samtímamál er koma upp á starfssviði þeirra. Óski nefnd þess að gera ítarlega rannsókn á tilteknu máli kýs hún undirnefnd til að afla um það upplýsinga.
    Nefndarálit eru oftast sett fram í formi tillagna eða ályktana sem nefndin samþykk ir og þingið greiðir síðan atkvæði um á allsherjarfundi. Tillögum er beint til Norður-Atlantshafsráðsins og í þeim er hvatt til tiltekinna aðgerða. Ályktunum er hins vegar beint til ríkisstjórna aðildarríkja, enda er yfirleitt sett fram í þeim tiltekið álit. Á hverju ári tek ur þingið til umræðu á allsherjarfundi sínum afmarkað efni sem er ofarlega á baugi.
    Eitt af því sem gerir starfsemi þingsins einstæða er sambandið milli löggjafa beggja vegna Atlantshafsins, hin svonefndu Atlantshafstengsl. Í ljósi hlutverks Bandaríkjaþings í mörkun utanríkis- og varnarstefnu Bandaríkjanna og sér í lagi vegna þess hve þrálát um ræða hefur verið um að deila byrðinni (þ.e. jafna sameiginlegum kostnaði öðruvísi milli Evrópu og Ameríku) er þetta ákaflega mikilvægur þáttur í starfsemi þingsins. Norð ur-Atlantshafsþingið hefur sérstaklega gert sér far um að styrkja tengslin við þingnefnd ir Bandaríkjaþings.
    Þótt þingið sé óháð NATO hafa samskipti þingsins við bandalagið smám saman tek ið á sig fastara form, sem fyrr segir, og meðal formlegra samskipta má nefna: Formlegt svar af hálfu framkvæmdastjóra bandalagsins við tillögum þingsins fyrir hönd Atlantshafsráðsins; ávarp framkvæmdastjóra NATO á haustfundum þingsins; aukafundi nefnda í Brussel í febrúarmánuði ár hvert til að greiða fyrir samskiptum við starfsmenn og embættismenn NATO og SHAPE (Supreme Headquarters Allied Powers in Europe — æðstu bækistöðvar bandamanna í Evrópu); og loks fundi milli forustumanna í þinginu og fulltrúa Atlantshafsráðsins til gagnkvæmra skoðanaskipta.
    Nýleg þróun er að þingið hefur verið á undanförnum árum til aðstoðar við myndun RÖSE-þingsins. Þingið hefur átt þátt í undirbúningi fyrstu funda hinnar nýju stofnunar og látið henni ýmsa þjónustu í té.

4. Þróun samskipta við Mið- og Austur-Evrópu.
    Eins og NATO sjálft hefur þingið orðið að endurskoða hlutverk sitt í ljósi örra breyt inga á alþjóðavettvangi. Þótt enginn vafi leiki á áframhaldandi þörf fyrir bandalagið og hið einstæða samband sem það felur í sér milli þjóða beggja vegna Atlantshafs er breyt inga og aðlögunar þörf í ljósi þess að horfin er af vettvangi skýr og yfirvofandi ógnun. Umfram allt kallar þetta á þróun fyrirkomulags í öryggismálum sem byggir á samvinnu og umræðum fremur en árekstrum. Atlantshafsþingið hefur tekið forustuna á löggjafar sviðinu í þeirri viðleitni að leggja grunn að slíkum samskiptum á sviði öryggismála við hinar nýfrjálsu þjóðir Mið- og Austur-Evrópu.
    Þingið hóf tilraunir til að koma á samskiptum við þjóðir Mið- og Austur-Evrópu árið 1987, en það var ekki fyrr en í nóvember 1990, á ársfundinum í Lundúnum, að sam skiptum þessum var komið í fastara form er þjóðþing Búlgaríu, Tékkóslóvakíu (nú Tékk land og Slóvakía), Ungverjalands, Póllands og fyrrum Sovétríkjanna (nú Rússland) fengu aukaaðild að Norður-Atlantshafsþinginu. Síðan þá hafa þjóðþing Albaníu, Hvíta-Rúss lands, Eistlands, Lettlands, Litáens, Moldóvu, Rúmeníu, Slóveníu og Úkraínu fengið aukaaðild að þinginu. Mikilvægi þessa réttar felst í því að hann veitir löggjöfum hinna nýju lýðræðisríkja tækifæri til þess að taka virkan þátt í störfum þingsins (vor- og haust fundum, nefndarfundum o.fl.).
    Þingið hefur einnig átt frumkvæði að öðrum áætlunum að því er varðar Mið- og Aust ur-Evrópu. Í samræmi við áætlun, sem sett var fram árið 1991 af tveimur Bandaríkja mönnum, Charlie Rose, þingmanni og fyrrum forseta Norður-Atlantshafsþingsins, og Bill Roth öldungardeildarþingmanni, og naut stuðnings beggja þingflokka Bandaríkjaþings, beinir Norður-Atlantshafsþingið nú kröftum sínum í ríkum mæli að því að efla þróun þingræðis í Mið- og Austur-Evrópu.
    Meginþátturinn í Rose-Roth áætluninni er röð námsstefna og ráðstefna þar sem fjall að er um sérstök vandamál Mið- og Austur-Evrópulanda þar sem reynsla og þekking þingfulltrúa kemur að gagni og þingið getur lagt verulega af mörkum vegna sérstöðu sinn ar sem fjölhliða umræðuvettvangur. Margar þessara námsstefna fjalla beint eða óbeint um samskipti hers og borgaralegra stjórnvalda, einkum og sér í lagi um lýðræðisleg yfirráð yfir herafla. Þeim er ætlað að miðla þeim upplýsingum og þeirri sérþekkingu sem nauð synleg er til þess að tryggja virka þátttöku þjóðþinga í gerð varnaráætlana og ákvörðun fjárveitinga til varnarmála og herafla. Frá upphafi áætlunarinnar og fram til ársloka 1994 höfðu verið haldnar 23 námsstefnur.
    Norður-Atlantshafsþingið býður einnig starfsmönnum frá löndum Mið- og Austur-Evrópu til stuttra rannsóknardvala (3–6 mánuði) á alþjóðaskrifstofunni. Einnig hefur ver ið komið á laggirnar þjálfunaráætlun til þess að starfslið þjóðþinga Mið- og Austur-Evr ópulanda geti öðlast beina reynslu af starfsemi alþjóðlegra stofnana.
    Af margvíslegri starfsemi Norður-Atlantshafsþingsins sem að framan er lýst, má vera ljóst að þingið hefur bætt nýrri vídd sem beinist að Evrópu allri við hið hefðbundna hlut verk sitt að hlúa að Atlantshafstengslunum. Þetta framtak sýnir einnig að þingfulltrúar hafa gert sér ljósa þá staðreynd að framvinda efnahagslegra og pólitískra breytinga í austri krefst vestræns stuðnings á öllum sviðum, ekki síst stuðnings þjóðþinga. Tilvist virkrar löggjafarsamkundu, sem hefur eftirlit og umsjón með framkvæmdarvaldinu, er ómissandi liður í öllu lýðræðislegu stjórnarfari. Löggjafarsamkundur í löndum Austur-Evrópu hafa mikilvægu hlutverki að gegna í því að tryggja varanlegan árangur af pólitískum og efna hagslegum umbótum sem nú eiga sér stað og tryggja að sá árangur feli í sér tilurð raun verulegra lýðræðisþjóðfélaga.

5. Fulltrúar á Norður-Atlantshafsþinginu og embættismenn þess.
    Á Norður-Atlantshafsþinginu eiga sæti 188 þingmenn. Fjöldi fulltrúa frá hverju landi ræðst að mestu af fólksfjölda. Stærsta sendinefndin er hin bandaríska með 36 þingmenn frá öldungadeild og fulltrúadeild bandaríska þingsins. Í sendinefndum Frakklands, Þýska lands, Ítalíu og Bretlands eru 18 þingmenn í hverri. Kanada, Spánn og Tyrkland senda 12 fulltrúa, hvert land. Frá Belgíu, Grikklandi, Hollandi og Portúgal koma sjö frá hverju landi. Danmörk og Noregur senda fimm frá hvorri þjóð og frá Íslandi og Lúxemborg koma þrír frá hvoru landi. Auk fulltrúanna má hvert þjóðþing tilnefna jafnmarga vara menn sem mega taka þátt í öllum störfum þingsins en hafa ekki atkvæðisrétt. Ráðherr ar í ríkisstjórnum mega ekki vera fulltrúar á Norður-Atlantshafsþinginu. Aukaaðilar taka þátt í nefndarfundum og allsherjarfundum en hafa ekki atkvæðisrétt.
    Embættismenn þingsins eru sex, og eru fimm þeirra kjörnir ár hvert af fulltrúum á allsherjarfundi (forseti, þrír varaforsetar, gjaldkeri). Sjötti embættismaðurinn (fram kvæmdastjórinn) er kjörinn annað hvert ár af stjórnarnefndinni. Atlantshafsþinginu er stjórnað af stjórnarnefnd, en í henni eiga sæti formenn allra sendinefndanna.
    Alþjóðaskrifstofa Norður-Atlantshafsþingsins, undir stjórn framkvæmdastjórans, gegn ir tvíþættu hlutverki: Annars vegar sér hún um mikið af þeim rannsóknum og úttektum sem eru nauðsynleg undirstaða hinna miklu starfa sem unnin eru í nefndunum og hins vegar vinnur hún þau stjórnunar- og skipulagsstörf sem nauðsynleg eru fyrir þingfundi, nefndarfundi og aðra skylda starfsemi Atlantshafsþingsins.

6. Fjármögnun.
    Starfsemi þingsins er fjármögnuð með framlögum þjóðþinga eða ríkisstjórna aðild arríkja. Framlög eru reiknuð á grundvelli þeirra viðmiða sem notuð eru við gerð fjár hagsáætlunar NATO um kostnað annan en herkostnað. Til þess að standa straum af hluta kostnaðar við árlegt þinghald greiðir NATO einnig árlegt framlag til þingsins.
    Gjaldkeri ber ábyrgð á fjármálastjórn þingsins. Hann leggur ársreikninga og fjárhags áætlun fyrir stjórnarnefndina og allsherjarfundi þingsins. Hann nýtur aðstoðar endur skoðanda sem tilnefndur er af stjórnarnefndinni.

7. Fulltrúar Alþingis á Norður-Atlantshafsþinginu.
    Fulltrúar Alþingis á fundum Norður-Atlantshafsþingsins hafa frá upphafi verið til nefndir af þeim þingflokkum sem stóðu að samþykkt Alþingis um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, þ.e. Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Eru tilnefndir í Íslandsdeildina þrír aðalmenn og þrír menn til vara. Í samræmi við starfs reglur Norður-Atlantshafsþingsins og ákvörðun þingflokka voru fulltrúar Alþingis sem hér segir árið 1994:
    Aðalmenn: Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðisflokki, formaður Íslandsdeildarinnar, Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki, varaformaður Íslandsdeildarinnar, og Petrína Baldurs dóttir, Alþýðuflokki.
    Varamenn: Ingi Björn Albertsson og Árni R. Árnason, Sjálfstæðisflokki, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Framsóknarflokki.
    Ritari deildarinnar er Belinda Theriault alþjóðaritari.
    Samkvæmt samþykktum þingsins geta fulltrúar aðildarríkja tekið þátt í öllum nefnd um þingsins. Vegna smæðar hefur Ísland þó aðeins atkvæðisrétt í þremur nefndum auk stjórnarnefndar.
    Íslandsdeildin skiptist þannig í nefndir:
    Sólveig Pétursdóttir á sæti í stjórnarnefnd þingsins, en varamaður hennar í nefndinni er Jón Kristjánsson.

    Stjórnmálanefnd:     Sólveig Pétursdóttir.
    Varnar- og öryggismálanefnd:     Ingi Björn Albertsson.
                                       Árni R. Árnason.
    Félagsmálanefnd:     Petrína Baldursdóttir.                    
    Efnahagsmálanefnd:     Jón Kristjánsson.
    Vísinda- og tæknimálanefnd:     Enginn.
    
    Sólveig Pétursdóttir var á ársfundi þingsins kjörinn varaformaður vinnuhóps um evr ópskar stofnanir og stofnanir sem lönd beggja vegna Atlantshafsins eiga aðild að. Petr ína Baldursdóttir var á ársfundinum kjörinn framsögumaður undirnefndar félagsmála nefndar um málefni RÖSE. Jón Kristjánsson á sæti í undirnefnd efnahagsmálanefndar um samvinnu austurs og vesturs.

8. Fundir sem Íslandsdeildin tók þátt í á árinu.
    Norður-Atlantshafsþingið heldur tvo allsherjarfundi árlega, svokallaðan vorfund og ársfund að hausti. Auk þess er haldinn einn sérfundur stjórnarnefndar. Á svokölluðum febrúarfundum fundar stjórnarnefndin með framkvæmdastjóra NATO og Atlantshafsráð inu, auk þess sem stjórnmála- og varnar- og öryggismálanefndirnar halda sameiginleg an fund. Þá eru haldnar námsstefnur og fundir í nefndum og undirnefndum þingsins reglu lega á milli þinga. Jafnframt er árlega farið í kynnisferð til eins aðildarríkis NATO til að skoða ýmis hernaðarmannvirki og búnað. Þá voru haldnar sex Rose-Roth námsstefnur á árinu. Íslandsdeildin tók þátt í febrúarfundunum, sérfundi stjórnarnefndar og vor- og haustfundum þingsins á árinu 1992 auk þess sem einn nefndarfundur var sóttur í efna hagsmálanefnd.

a. Fundur efnahagsmálanefndar.
    Jón Kristjánsson sótti fund efnahagsmálanefndar þingsins sem haldinn var í París 14. og 15. febrúar í samvinnu við Efnahags- og þróunarsamvinnustofnunina (OECD). Marg ir helstu embættismenn OECD hittu nefndina að máli og var m.a. rætt um efnahags ástandið í aðildarríkjum OECD og efnahagsþróunina í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu.

b. Febrúarfundir.
    Jón Kristjánsson sat þessa fundi fyrir hönd Íslandsdeildarinnar. Um var að ræða fund stjórnarnefndar þingsins með Atlantshafsráðinu og varaframkvæmdastjóra NATO sem sótti fundinn í forföllum þáverandi framkvæmdastjóra, auk sameiginlegs fundar stjórn málanefndar þingsins og varnar- og öryggismálanefndar þess. Á þessum fundum voru rædd þau pólitísku og hernaðarlegu málefni sem brenna heitast á NATO, svo sem hlut verk NATO, stækkun bandalagsins, loftárásir á Sarajevo og hlutverk Vestur-Evrópusam bandsins (VES). Mikilvægi febrúarfundanna hefur verið að aukast verulega þar sem þetta eru orðnir einu fundirnir þar sem þingmenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins geta rætt málefnin sín á milli án þátttöku aukaaðila.

c. Fundur stjórnarnefndar.
    Fundur stjórnarnefndar þingsins var haldinn dagana 18.–20. mars í Aþenu. Fundinn sóttu fyrir hönd Íslandsdeildarinnar formaður og ritari. Aðalumræðuefni fundarins var stækkun NATO og stækkun þingsins, en skrifleg sjónarmið með og á móti stækkun þings ins á undan stækkun NATO voru lögð fyrir fundinn. Samþykkt var að lokum að ræða ekki sjálfstæða stækkun þingsins, heldur aðeins í samhengi við stækkun NATO.

d. Vorfundur.
         Dagana 26.–30. maí var haldinn vorfundur Norður-Atlantshafsþingsins í Ósló. Fund inn sóttu af hálfu Íslandsdeildarinnar formaður og ritari Íslandsdeildarinnar. Óvenjulít il þátttaka var af hálfu Íslandsdeildarinnar vegna þess að sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á sama tíma á Íslandi.
    Stjórnarnefndin samþykkti að veita Marokkó áheyrnaraðild að Norður-Atlantshafs þinginu með 13 atkvæðum, en fulltrúar Íslands, Danmerkur og Noregs sátu hjá. Sam þykkt var samhljóða að veita Moldóvu aukaaðild að þinginu. Tveir bandarískir þing menn, Heflin og Bereuter, lögðu fram yfirlýsingu til umræðu á þinginu. Var hún m.a. rædd í stjórnarnefnd. Fjallaði yfirlýsingin um með hvaða hætti Norður-Atlantshafsþing ið ætti að bregðast við Félagsskap í þágu friðar, til hvaða aðgerða þingið gæti gripið til að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu samstarfsins og hvernig hægt væri að gera samstarfið áhrifaríkara. Vakti þessi yfirlýsing mikla athygli og var ákveðið að hún yrði að hluta til endurunnin og lögð síðan fyrir aðalfund þingsins um haustið.
    Haldnir voru fundir í öllum fimm nefndum þingsins. Nefndastarfið á vorfundinum fólst að mestu leyti í undirbúningsstarfi fyrir ársfund Norður-Atlantshafsþingsins. Drög að skýrslum um margvísleg málefni voru lögð fram í nefndunum og rædd. Fundarmönnum gafst tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við drögin og áliti sínu á þeim áður en skýrsluhöfundar fullunnu skýrslurnar fyrir haustfundinn. Nefndirnar fengu til sín gesti til að ræða tiltekin málefni og meðal gesta var dr. Ibrahim Rugova, leiðtogi Albana í Kosovo, sem ávarpaði bæði stjórnmálanefnd og félagsmálanefnd þingsins.
    Sameiginlegur þingfundur var haldinn á síðasta degi fundarins. Þar fluttu ávörp Jan Petersen, formaður Noregsdeildar Norður-Atlantshafsþingsins, Loic Bouvard, forseti Norður-Atlantshafsþingsins, og Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs. Þá fóru fram umræður um Félagsskap í þágu friðar sem aðildarlönd þingsins, aukaaðilar og nokkrir áheyrnarfulltrúar tóku þátt í. Í ræðu sinni lagði Sólveig Pétursdóttir áherslu á mikilvægi Atlantshafstengslanna. Hún sagði jafnframt að Félagsskapur í þágu friðar mætti ekki mis muna smærri þjóðum með takmarkaða hernaðargetu eins og Eystrasaltsþjóðunum og minnti á mikilvægi réttar samstarfsríkis til samráðs væri því ógnað.

e. Ársfundur.
    40. aðalfundur Norður-Atlantshafsþingsins var haldinn dagana 14.–18. nóvember í Washington, D.C. Fundinn sóttu af hálfu Íslandsdeildarinnar Sólveig Pétursdóttir, for maður Íslandsdeildarinnar, Jón Kristjánsson, Petrína Baldursdóttir, Ingi Björn Alberts son og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, auk ritara Íslandsdeildarinnar.
    Fundi stjórnarnefndar sat Sólveig Pétursdóttir. Stjórnarnefndin samþykkti að veita Sló veníu aukaaðild að þinginu og Ísrael áheyrnaraðild. Þá var ákveðið að aukaaðilar bæru framvegis sjálfir kostnað af þátttöku sinni í vor- og haustfundum þingsins nema í und antekningartilvikum, en hingað til hefur þátttaka þeirra verið kostuð af Rose-Roth áætl un þingsins. Jafnframt munu aukaaðilar fá aukinn þátttökurétt í störfum þingsins.
    Stjórnarnefndin samþykkti yfirlýsingu frá bandarísku þingmönnunum Heflin og Ber euter, þar sem nefndum Norður-Atlantshafsþingsins er falið að skoða með hvaða hætti þær geti aðstoðað ríki Mið- og Austur-Evrópu sem áhuga hafa á inngöngu í NATO að uppfylla ýmis skilyrði. Í framhaldi af því verði gerðar framkvæmdaáætlanir fyrir þing ið og fyrrnefnd lönd.
    Haldnir voru fundir í öllum fimm nefndum þingsins. Margir góðir gestir mættu á nefndarfundi til að ræða hin ýmsu dagskrárefni þeirra. Yfirlit yfir skýrslur, sem afgreidd ar voru í nefndum, er að finna á fylgiskjali III. Yfirlit yfir ályktanir þær, er samþykkt ar voru á þingfundi að lokinn afgreiðslu úr nefnd, er að finna í fylgiskjali IV.
    Sameiginlegur þingfundur var haldinn á síðasta degi fundarins. Þar fluttu erindi, auk Loic Bouvard, formanns Norður-Atlantshafsþingsins, Willy Claes, framkvæmdastjóri NATO, og Lloyd Bentsen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
    Nýr forseti Norður-Atlantshafsþingsins var kjörinn Karsten Voigt, jafnaðarmaður frá Þýskalandi. Varaforsetar voru kjörnir Ruperez frá Spáni, Rompky frá Kanada og van Heemskerck Pillis-Duvekot frá Hollandi.
    Aðalályktun fundarins fjallaði um NATO, samstarf í þágu friðar og stækkun banda lagsins. Í ályktuninni er Norður-Atlantshafsráðið m.a. hvatt til að setja fram skýra tíma áætlun um inngöngu nýrra ríkja í NATO og að veita þeim ríkjum sem uppfylla viss skil yrði inngöngu á næstu tveimur til fimm árum.

Alþingi, 3. febrúar 1995.



    Sólveig Pétursdóttir,     Jón Kristjánsson,     Petrína Baldursdóttir.
    form.     varaform.     





Fylgiskjal I.


REPRÓ 1 bls.

Fylgiskjal II.


UNDIRNEFNDIR — VINNUHÓPAR




Stjórnmálanefnd.


(42 fulltrúar.*)



    Undirnefnd um málefni Austur-Evrópu og Sovétríkjanna fyrrverandi.
    Undirnefnd um Suðursvæðið.
    Vinnuhópur um evrópskar stofnanir og stofnanir sem lönd beggja vegna Atlantshafs eiga aðild að.

Varnar- og öryggismálanefnd.


(42 fulltrúar.*)



    Undirnefnd um varnar- og öryggissamstarf Evrópu og Norður-Ameríku.
    Undirnefnd um framtíð herafla.
    Vinnuhópur um öryggismál á norðurslóðum.
    Vinnuhópur um stækkun NATO.

Efnahagsnefnd.


(35 fulltrúar.*)



    Undirnefnd um efnahagssamstarf og samhæfing austurs og vesturs.

Félagsmálanefnd.


(31 fulltrúi.*)



    Undirnefnd um Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE).
    Undirnefnd um Miðjarðarhafssvæðið.

Vísinda- og tækninefnd.


(31 fulltrúi.*)



    Undirnefnd um útbreiðslu hertækni.



*    Fulltrúum fjölgar um einn eða tvo eftir því sem Íslendingar og Lúxemborgarar, með þrjá fulltrúa hvor þjóð, skipa fulltrúum sínum í einhverjar þrjár af þessum fimm nefndum.




Fylgiskjal III.


Skýrslur Norður-Atlantshafsþingsins 1994.



Stjórnmálanefnd:
Continental Drift;
     um grundvallarspurningar er NATO stendur frammi fyrir.
CSCE: A case of identity;
     um skilgreiningu RÖSE.
Partnership for Peace: A preliminary assessment;
     um mat á Samstarfi í þágu friðar.
Cooperation and security in the Mediterranean;
     um samstarf og öryggismál á Miðjarðarhafssvæðinu.
Peacekeeping in the Transdniester region: A test case for the CSCE;
     um friðargæslu á Transdniester-svæðinu.
Threats to security in Central and Eastern Europe;
     um ógnanir við öryggi Mið- og Austur-Evrópulanda.
The Partnership for Peace: A new step forward towards strengthening our security
    including through NATO enlargement. A Romanian view;
     um Samstarf í þágu friðar frá sjónarhóli Rúmena.
The democratic transformation of Russia: challenges from without;
     um lýðræðisþróunina í Rússlandi og ógnir við hana utan frá.

Varnar- og öryggismálanefnd:
After the NATO summit: New structures and modalities for military cooperation;
     um nýtt samstarfsfyrirkomulag og nýjar samstarfsaðferðir á sviði hermála í kjölfar leiðtogafundar NATO.
New roles for the reserve forces;
     um ný hlutverk varaliða.
NATO, the UN and peacekeeping: New context; New challenges;
     um ný vandamál á sviði friðargæslu fyrir NATO og Sameinuðu þjóðirnar.
The enlargement of the Alliance;
     um stækkun bandalagsins.
Security of Bulgaria: Regional and European dimensions;
     um öryggismál í Búlgaríu.
NATO and NAA Enlargement. A Hungarian Perspective;
     um stækkun NATO og Norður-Atlantshafsþingsins frá sjónarhóla Ungverja.

Félagsmálanefnd:
Democratization in Eastern Europe: An Interim Assessment;
     um lýðræðisþróunina í Austur-Evrópu.
The CSCE Human Dimension: Principles, Mechanisms and Implementation;
     um mannréttindamál innan RÖSE.
The rise of religious fundamentalism and the future of democracy in North Africa;
     um uppsveiflu trúarofstækis og framtíðarhorfur lýðræðis í Norður-Afríku.
Efnahagsmálanefnd:
The Uruguay round and the next agenda for global trade;
     um Úrúgvæ-lotuna og mál sem næst þarf að takast á við á sviði heimsviðskipta.
The European Energy Charter Treaty towards mutual energy security;
     um orkumálasáttmála Evrópu.
Albania, new beginnings amidst immense challenges;
     um efnahagsmál í Albaníu.

Vísinda- og tækninefnd:
The follow-up to the Earth Summit;
     um aðgerðir í framhaldi af umhverfismálaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Interim Report of the sub-committee on the proliferation of military technology;
     um útbreiðslu hertækni.
Nuclear proliferation;
     um útbreiðslu kjarnavopna.



Fylgiskjal IV.

Ályktanir Norður-Atlantshafsþingsins 1994.



Reccomendation 88 on European Security and Defence Identity and Combined Joint Task
    Forces.
    Tillaga nr. 88 um varnar- og öryggismálahlutverk Evrópuríkja og sameiginlegt her stjórnarfyrirkomulag.
Resolution 248 on supporting democratization in Belarus, Moldova, Russia and Ukraine.
    Ályktun nr. 248 um stuðning við lýðræðisþróun í Hvíta-Rússlandi, Moldóvu og Úkra ínu.
Resolution 249 on land mine eradication measures.
    Ályktun nr. 249 um aðgerðir til að eyða jarðsprengjum.
Resolution 250 on an Atlantic community.
    Ályktun nr. 250 um Atlantshafstengslin.
Resolution 251 on Bosnia- Herzegovina and the Contact Group Peace Plan.
     Ályktun nr. 251 um Bosníu Hersegóvínu.
Resolution 252 on a comprehensive approach to European security.
    Ályktun nr. 252 um heildarstefnu í evrópskum öryggismálum.
Resolution 253 on ratification of the Chemical Weapons Convention.
    Ályktun nr. 253 um staðfestingu efnavopnasamningsins.
Resolution 254 on security assurances and renewal of the Non-Proliferation Treaty.
    Ályktun nr. 254 um framlengingu samningsins gegn útbreiðslu kjarnavopna.
Reslution 255 on NATO, Partnership for Peace and the Enlargement Process.
     Ályktun nr. 255 um NATO, Samstarf í þágu friðar og stækkun NATO.
Order 28 on the relations of the North Atlantic Assembly with the countries of the
    Southern Mediterranean.
    Tilmæli nr. 28 varðandi samskipti Norður-Atlantshafsþingsins við Miðjarðarhafs lönd.