Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 409 . mál.


655. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 81/1991.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)



1. gr.


    Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Heimæðar sem lagðar hafa verið fyrir gildistöku laga þessara og liggja yfir einkalóðir verða ekki í eigu vatnsveitu sveitarfélags, nema samkvæmt sérstöku samkomulagi sveitarstjórnar við eiganda heimæðarinnar, sbr. nánar ákvæði 14. gr. laga þessara.
    

2. gr.


    1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
    Eigandi eða rétthafi lóðar við veg eða opið svæði, þar sem götuæð liggur, á rétt á að fá eina heimæð lagða frá götuæð. Óski hann þess að fá fleiri en eina heimæð inn á lóðina af hagkvæmn isástæðum skal hann hlíta þeim reglum um tæknileg atriði sem sveitarstjórn setur og skal sú heimæð teljast hans einkaeign nema sérstakt samkomulag hafi verið gert við sveitarstjórn um annað. Beiðni um lagningu heimæðar skal send til sveitarstjórnar. Eiganda ber að greiða gjald fyrir lagningu heimæðar. Sveitarstjórn ákveður fjárhæð heimæðargjalds og skal það miðað við rúmmál fasteignar. Gjalddagi þess skal ákveðinn í gjaldskrá, sbr. 11. gr., en heimæðargjald get ur þó fyrst fallið í gjalddaga við útgáfu byggingarleyfis eða úthlutun lóðar sem er í eigu sveitar félags.
    

3. gr.


    Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, 5. mgr., sem orðast svo:
    Vatnsinntak skal almennt vera á götuhlið húss þar sem vatnslögn liggur nema sveitarstjórn samþykki annars konar fyrirkomulag. Hönnuðir mannvirkja skulu hafa samráð við sveitarstjórn varðandi staðsetningu vatnsinntaks.
    

4. gr.


    7. gr. laganna orðast svo:
    Sveitarstjórn er heimilt að heimta vatnsgjald af öllum fasteignum er vatnsins geta notið og skal við það miðað að gjaldið ásamt öðrum tekjum standi straum af stofnkostnaði og rekstri vatnsveitu. Álagningarstofn vatnsgjalds skal vera afskrifað endurstofnverð húss og mannvirkis margfaldað með markaðsstuðli fasteigna í Reykjavík samkvæmt matsreglum Fasteignamats rík isins, sbr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 90/1990. Stofn til álagningar vatnsgjalds á aðrar fasteignir skal vera fasteignamat þeirra.
    Nú liggur matsverð fullfrágenginnar fasteignar eigi fyrir við álagningu vatnsgjalds, en fast eign getur notið vatns frá vatnsveitu sveitarfélagsins, sbr. 1. mgr., og er þá sveitarstjórn heimilt að ákveða upphæð vatnsgjaldsins með hliðsjón af því hver verður líklegur álagningarstofn full frágenginnar eignar og ber þá að taka mið af fasteignamati sambærilegra fasteigna í sveitarfé laginu.
    Verði ágreiningur um gjaldstofn skv. 2. mgr. skal vísa honum til úrskurðar Fasteignamats ríkisins. Þeim úrskurði má skjóta til yfirfasteignamatsnefndar ríkisins. Úrskurðum nefndarinnar má skjóta til dómstóla.
    Sveitarstjórn ákveður upphæð vatnsgjalds sem má nema allt að 0,3 hundraðshlutum af álagningarstofni. Sveitarstjórn er heimilt að ákveða hámark og lágmark vatnsgjalds miðað við rúmmál húseigna, enda verði álagning ekki hærri en segir í 1. málsl. þessar ar málsgreinar. Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyr ir fasteignaskatt og skal innheimtu vatnsgjalds hagað á sama hátt og innheimtu fasteigna skatts, sbr. 4. gr. laga nr. 90/1990.
    

5. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Hinn 1. janúar 1992 tóku gildi lög um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 81/1991. Var frumvarp til þeirra laga að mestu leyti samið á grundvelli eldri laga um vatnsveitur, þ.e. vatnalaga, nr. 15/1923, og laga um aðstoð til vatnsveitna, nr. 93/1947.
    Frá því að lög nr. 81/1991 tóku gildi og við framkvæmd þeirra hafa komið fram nokk ur atriði varðandi lögin sem ástæða hefur þótt til að taka til endurskoðunar miðað við fengna reynslu. Atriði þessi varða aðallega heimæðar annars vegar og álagningu vatns gjalds hins vegar. Með frumvarpi þessu er lagt til að breytt verði ákvæðum laga um vatnsveitur sveitarfélaga er varða nefnd atriði.
    Frumvarp þetta er unnið að mestu í félagsmálaráðuneytinu en við samningu þess var haft samráð við fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og jafnframt stuðst við ábend ingar um úrbætur sem fram hafa komið m.a. frá Reykjavíkurborg.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Með ákvæði þessu er leitast við að skýra nánar ákvæði 2. mgr. 14. gr. laganna, þ.e. að sveitarstjórnir verði ekki sjálfkrafa eigendur heimæða sem lagðar voru fyrir gildis töku laga nr. 81/1991, heldur verður eigandi heimæðar að gera sérstakt samkomulag um það við sveitarstjórn.
    

Um 2. gr.


    Með ákvæði þessu er lagt til að breytt verði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna og jafn framt bætt við nýju ákvæði. Enn fremur er lagt til að breytt verði lokamálslið 1. mgr. 6. gr. varðandi gjalddaga heimæðargjalds.
    Lagt er til að eigandi eða rétthafi lóðar við veg eða opið svæði, þar sem götuæð ligg ur, eigi rétt á að fá eina heimæð lagða frá götuæð. Ekki er talið rétt að skylda sveitar félög (vatnsveitur sveitarfélaga) til að leggja nema eina heimæð að hverri fasteign eða lóð. Ef óskað er eftir fleiri heimæðum að fasteign eða lóð verður að semja um það sér staklega við sveitarstjórn. Í því sambandi er talið rétt að taka fram að sé óskað eftir fleiri en einni heimæð inn á lóð af hagkvæmnisástæðum, t.d. að sjúkrahúsum og öðrum þjón ustubyggingum, skuli eigandi eða rétthafi lóðar hlíta þeim reglum um tæknileg atriði sem sveitarstjórn (vatnsveita sveitarfélags) setur. Jafnframt þykir eðlilegt að sú heimæð telj ist hans einkaeign nema sérstakt samkomulag hafi verið gert við sveitarstjórn (vatns veitu sveitarfélags) um annað.
    Rétt þykir að veita sveitarstjórnum svigrúm til að ákveða gjalddaga heimæðargjalds, en í núgildandi lögum er gjalddagi bundinn við ákveðið tímamark, þ.e. 30 dögum eftir lagningu heimæðar. Lagt er til að gjalddagi verði tilgreindur í gjaldskrá viðkomandi sveit arfélags. Hins vegar þykir rétt að tilgreina í lögunum hvenær fyrst má krefjast heimæð argjaldsins og þykir eðlilegt að miða þar við útgáfu byggingarleyfis eða úthlutun lóðar sem eru í eigu sveitarfélags.

Um 3. gr.


    Hér er lagt til að við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr. Tillagan er efnislega á þá leið að vatnsinntak á húsi skuli almennt vera á götuhlið þess þar sem vatnslögn liggur nema sveitarstjórn (vatnsveita viðkomandi sveitarfélags) samþykki ann ars konar fyrirkomulag.
    Ákvæði þetta er nýmæli og er með því leitast við að greiða fyrir starfsemi vatns veitna sveitarfélaga að því leyti að auðvelda viðhald á heimæðum. Algengt hefur verið að kaldavatnsheimæðar væru teknar upp úr gólfi, t.d. í þvottaherbergi, á þeirri hlið húss sem snýr frá götu. Auðsætt er að slíkt getur skapað mikil vandamál við viðhald á heim æðum þar sem mjög erfitt hefur verið að komast að þeim.
    Jafnframt er lagt til að hönnuðir mannvirkja skuli hafa samráð við sveitarstjórn (vatns veitu sveitarfélags) varðandi staðsetningu vatnsinntaks. Gert er ráð fyrir því í 4. gr. lag anna að sveitarstjórn sé eigandi m.a. heimæða og skuli annast og kosta viðhald þeirra. Með hliðsjón af því verður að telja eðlilegt að gera þá kröfu til hönnuða mannvirkja að þeir hafi viðkomandi sveitarstjórn (vatnsveitu sveitarfélags) með í ráðum þegar ákveð ið er hvar vatnsinntak skuli vera á húsi.
    

Um 4. gr.


    Hér eru gerðar tillögur um nokkrar breytingar á 7. gr. núgildandi laga sem varða álagningu vatnsgjalds á fasteignaeigendur sem vatns geta notið frá vatnsveitu sveitarfé lags.
    Í 1. mgr. er gerð tillaga um breytingu á 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. núgildandi laga á þá leið að miða skuli við að vatnsgjald ásamt öðrum tekjum standi straum af stofnkostnaði og rekstri vatnsveitu. Í núgildandi lögum er einungis tilgreint að vatnsgjald skuli standa straum af stofnkostnaði og rekstri vatnsveitu. Hins vegar hafa sveitarfélög aðrar tekjur af vatnsveitu, m.a. aukavatnsgjald, sem ásamt vatnsgjaldi skulu standa straum af stofn kostnaði og rekstri vatnsveitu. Með þessari breytingartillögu er því nánar tilgreint hvaða tekjur skulu standa undir stofn- og rekstrarkostnaði vatnsveitu sveitarfélags.
    Í 2. mgr. er gerð tillaga um að sett verði í lögin heimild til að innheimta vatnsgjald af fasteignum sem geta notið vatns frá vatnsveitu sveitarfélags, en matsverð þeirra full frágenginna liggur ekki fyrir. Í 3. mgr. 9. gr. reglugerðar fyrir vatnsveitur sveitarfélaga nr. 421/1992, sem sett var á grundvelli laga nr. 81/1991, var heimild til að innheimta vatnsgjald í þessum tilfellum og samkvæmt því ákvæði var heimilt að miða gjaldið við líklegan álagningarstofn fullfrágenginnar fasteignar.
    Umboðsmaður Alþingis sendi 6. janúar 1994 frá sér álit þar sem fjallað var um álagn ingu vatnsgjalds á fasteign sem ekki hafði verið metin fasteignamati samkvæmt fram angreindu ákvæði reglugerðarinnar. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að lagastoð umrædds reglugerðarákvæðis væri vefengjanleg.
    Í framhaldi af þeirri niðurstöðu umboðsmanns Alþingis taldi félagsmálaráðuneytið rétt að fella úr gildi ákvæði 3. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 421/1992 og var það gert með reglu gerð nr. 175/1994.
    Það er hins vegar talið nauðsynlegt, m.a. af sveitarfélögum, að fyrir hendi sé heim ild í lögum til að innheimta vatnsgjald af fasteignum sem ekki hafa verið metnar fast eignamati ef þær geta notið vatns frá vatnsveitu sveitarfélags. Með hliðsjón af því er lagt til að 2. mgr. 7. gr. laganna verði á þá leið að slík álagning og innheimta verði heimil og að við álagningu verði heimilt að miða við hver verður líklegur álagningarstofn fullfrá genginnar eignar. Í þeim tilfellum ber að miða við fasteignamat sambærilegra fasteigna í viðkomandi sveitarfélagi.
    Slík viðmiðun við líklegan álagningarstofn fullfrágenginnar fasteignar getur verið vandmeðfarin í framkvæmd. Af þeim sökum er talið rétt að opna ákveðna kæruleið ef til ágreinings kemur milli gjaldanda og sveitarstjórnar. Sú leið sem valin er í 3. mgr. er sú að verði ágreiningur um gjaldstofn skv. 2. mgr. skuli vísa honum til úrskurðar Fasteigna mats ríkisins. Þeim úrskurði má skjóta til yfirfasteignamatsnefndar ríkisins og úrskurð um nefndarinnar má síðan skjóta til dómstóla. Þessi kæruleið er sú sama og tilgreind er í 3. mgr. 4. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 90/1990, en í því ákvæði er fjall að um ágreining sem upp getur komið við álagningu fasteignaskatts.
    Í 4. mgr. er lögð til sú viðbót, miðað við 2. mgr. 7. gr. gildandi laga að sveitarstjórn verði heimilt að ákveða hámark og lágmark vatnsgjalds miðað við rúmmál húseigna, enda verði álagning ekki hærri en segir í 1. málsl. þeirrar málsgreinar. Komið hafa fram spurn ingar um hvort sams konar ákvæði í 2. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 421/1992 standist lög in. Rétt þykir, til að taka af allan vafa, að tilgreina þessa heimild í lögunum.
    

Um 5. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum


um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 81/1991.


    Í frumvarpinu er lagt til að breytt verði ákvæðum laga um vatnsveitur sveitarfélaga er varða heimæðar annars vegar og álagningu vatnsgjalds hins vegar.
    Helstu nýmæli varðandi heimæðar eru þau að eigandi eða rétthafi lóðar við veg eða opið svæði, þar sem götuæð liggur, á rétt á að fá eina heimæð lagða frá götuæð. Um ann að verður að semja sérstaklega við sveitarfélag. Jafnframt er lagt til að veita sveitar stjórnum svigrúm til að ákveða gjalddaga heimæðargjalds og skal hann tilgreindur í gjald skrá viðkomandi sveitarfélags.
    Helstu nýmæli varðandi álganingu vatnsgjalds á fasteignaeigendur eru þau að miða skuli við að vatnsgjald ásamt öðrum tekjum standi straum af stofnkostnaði og rekstri vatnsveitu. Jafnframt er lagt til að heimilt sé að innheimta vatnsgjald af fasteignum sem ekki hafa verið metnar fasteignamati ef þær geta notið vatns frá vatnsveitu sveitarfélags. Að lokum er lagt til að sveitarstjórn verði heimilt að ákveða hámark og lágmark vatns gjalds miðað við rúmmál húseigna en með ákveðnum takmörkunum þó.
    Ekki verður séð að frumvarpinu fylgi kostnaðarauki fyrir ríkissjóð.