Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 421 . mál.


689. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um stjórn og starfrækslu póst- og símamála, nr. 36/1977, með síðari breytingum.

Flm.: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson,


Guðrún J. Halldórsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir,


Kristín Einarsdóttir.



1. gr.


    Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Stofnunin skal tryggja sem jafnastan aðgang landsmanna að þessari þjónustu.

2. gr.


    2. mgr. 11. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Stefnt verði að því við gjaldskrárgerð að landið allt verði eitt gjaldsvæði óháð svæðisnúmer um eigi síðar en 1. janúar 1996. Ráðherra ákveður með reglugerð nánari framkvæmd þessa ákvæðis.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Í gildandi lögum er í 11. gr. sú stefnumörkun að sömu gjöld skuli gilda innan hvers svæðis. Mikið hefur áunnist hin síðari ár í því að jafna símakostnað landsmanna óháð svæðum. Fyrir nokkrum árum var ekki innheimt sama gjald fyrir að hringja innan svæða. Nú er í gildi sama gjaldskrá innan hvers svæðis og er það spor í rétta átt. Það hlýtur að verða að gera þær kröfur að allir landsmenn sitji við sama borð í þessum efnum. Sífellt fleiri samtök sveitarfélaga hafa sent frá sér áskorun til Alþingis um að jafna símakostnað innan lands. Eðlilegt er að Alþingi lýsi yfir vilja sínum þar að lútandi með því að samþykkja þær lagabreytingar sem hér eru lagðar til.
    Annars vegar er um að ræða viðbót við 3. gr. laganna um tilgang og starfsemi stofnunarinn ar, þ.e. að landsmenn eigi jafnan aðgang að þeirri þjónustu sem kveðið er á um í greininni sem er að stofnunin tryggi að kostur sé á hagkvæmri og fullkominni póst- og símaþjónustu. Hins vegar er mörkuð sú stefna að landið verði allt eitt gjaldsvæði óháð svæðisnúmerum að öðru leyti.