Ferill 428. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 428 . mál.


699. Tillaga til þingsályktunar


um að takmarka sjálfskuldarábyrgðir einstaklinga.

Flm.: Gísli S. Einarsson.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að móta tillögu um að þrengja mögu leika einstaklinga til að veita sjálfskuldarábyrgðir á lánum.

Greinargerð.

    Um langt skeið hefur viðgengist í íslenskum lánastofnunum að lán til einstaklinga og jafnvel fyrirtækja eru einungis veitt gegn sjálfskuldarábyrgð einstaklinga. Mörg dæmi eru um að fjöl skyldur hafi misst allt sitt vegna þess að þær hafa gengist í ábyrgð fyrir ættingja eða vini sem síðan hafa ekki reynst borgunarmenn fyrir skuldunum. Hefur því jafnvel verið haldið fram að lánastofnanir hafi meiri áhuga á ábyrgðarmanninum en lántakandanum og að lánað hafi verið til einstaklinga, sem vita mátti að gætu átt erfitt með að standa í skilum, einungis vegna þess að ábyrgðarmennirnir þóttu traustir. Slíkt er með öllu óviðeigandi.
    Í 89. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986, eru settar miklar takmarkanir á ábyrgðarskuldbind ingar sveitarfélaga. Þannig má einungis binda sveitarfélag við sjálfskuldarábyrgð á skuldbind ingum stofnana sveitarfélagsins. Þá getur sveitarfélag einungis veitt einfalda ábyrgð gegn tryggingum sem hún metur gildar.
    Í ljósi þessa er fyllsta ástæða til að kannað verði hvaða leiðir komi helst til greina til að draga úr sjálfskuldarábyrgðum einstaklinga á lánum hér á landi.