Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 377 . mál.


808. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur um kostnað ríkissjóðs við Ár fjöl skyldunnar.

     1 .     Hvenær hófst undirbúningur undir Ár fjölskyldunnar hér á landi?
    Sumarið 1991 samþykkti ríkisstjórnin að koma á fót landsnefnd sem falið yrði að undirbúa Ár fjölskyldunnar 1994 á Íslandi. Undirbúningur að Ári fjölskyldunnar hófst því með formleg um hætti með skipun landsnefndar í október 1991.

     2 .     Hve miklu fé var varið:
                   a .     til nefndastarfa,
                   b .     til ferða á ráðstefnur erlendis,
                   c .     til annarra verka?

    Kostnaður ríkissjóðs vegna Árs fjölskyldunnar nemur samtals 14.603.000 kr. sem sundurlið ast þannig (fjárhæðir í þús. kr.):

    1992     1993     1994     1995     Samtals

Nefndarlaun, launatengd gjöld og annar
fundarkostnaður          1.559     1.920     1.850          5.329
Ferðir á ráðstefnur erlendis          120     284     1.189          1.593
Önnur verkefni          1.186     1.405     4.224     866     7.681
Samtals          2.865     3.609     7.263     866     14.603
    Stærstu kostnaðarliðirnir, sem falla undir önnur verkefni, voru könnun á högum foreldra og barna á Íslandi, bókaútgáfa og annar útgáfukostnaður, svo og kostnaður vegna málþings og há tíðardagskrár.
    Í lokaskýrslu landsnefndar um Ár fjölskyldunnar er að finna allítarlegar upplýsingar um störf nefndarinnar og þar er enn fremur gerð grein fyrir þátttöku annarra aðila í tilefni af Ári fjölskyldunnar. Skýrslan er fylgiskjal með þingsályktunartillögu um mótun fjölskyldustefnu sem dreift hefur verið til þingmanna.

     3 .     Hver varð sýnilegur árangur?
    Sýnilegur árangur af Ári fjölskyldunnar 1994 er tvímælalaust nokkur og kemur líklega skýr ast fram í þátttöku sveitarfélaganna og ýmissa samtaka í tilefni af Ári fjölskyldunnar. Enn frem ur má nefna fjölmörg verkefni sem landsnefndin hefur tekið sér fyrir hendur og gerð verður grein fyrir hér á eftir. Hafa ber þó eftirfarandi í huga: Í fyrsta lagi mun margt af því sem lands nefndin vann að bera árangur þegar fram líða stundir og er hér einkum átt við rannsóknarverk efnið, útgáfumál og upplýsingamiðlun til samfélagsins. Í öðru lagi er erfitt að meta hér og nú sýnilegan árangur af því starfi sem fram fór í samfélaginu að frumkvæði landsnefndarinnar. Fjölmörg sveitarfélög og ýmis samtök tóku sér fyrir hendur afmörkuð verkefni og gerðu ýmis legt til hátíðabrigða af þessu tilefni. Í þriðja lagi er ljóst að ef tillaga til þingsályktunar um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar verður sam þykkt á Alþingi mun hún hafa í för með sér, ef vel er að verki staðið, að tekið verður á markvissari og heildstæðari hátt á málefnum fjölskyldunnar í framtíðinni.
    Rétt er að benda á að í störfum sínum hafði nefndin meginatriði þau sem lágu að baki yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um Ár fjölskyldunnar að leiðarljósi að teknu tilliti til ís lenskra aðstæðna. Meðal annars var lögð á það áhersla af hálfu Sameinuðu þjóðanna að fjölskyldan sé grunneining samfélagsins og því nauðsynlegt að gefa henni sérstakan gaum, að fjölskyldur séu með ýmsum hætti og skyldi Ár fjölskyldunnar höfða til allra fjöl skyldna, stefnumótun skyldi stuðla að jafnrétti karla og kvenna, aðgerðir skyldu vera á öllum stigum, en megináherslan yrði á aðgerðir í einstökum byggðarlögum og einstök um löndum og að lokum að aðgerðir á Ári fjölskyldunnar yrðu hluti af samfelldri þró un og framkvæmdum til styrktar fjölskyldunni á komandi árum.
    Hér á eftir eru dregin fram helstu verkefni landsnefndarinnar sem vert er að geta þeg ar hugað er að sýnilegum árangri Árs fjölskyldunnar.

Mótun fjölskyldustefnu.
    Eitt af meginverkefnum landsnefndarinnar var að leggja grunn að stefnumótun í mál efnum fjölskyldunnar og hefur þingsályktunartillögu um mótun opinberrar fjölskyldu stefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar verið dreift á Alþingi. Tillagan var unnin á vegum landsnefndarinnar og er markmiðið með framlagningu hennar að stuðla að því að stjórnvöld á báðum stjórnsýslustigum marki opinbera fjölskyldustefnu sem taki á heildstæðan hátt til þeirra atriða sem hafa öðrum fremur þýðingu fyrir hagi og aðstæð ur íslenskra fjölskyldna. Hér er í fyrsta sinn lögð fram á Alþingi tillaga um stefnumót un í málefnum fjölskyldunnar og mundi jákvæð afgreiðsla hennar á Alþingi marka tíma mót í sögu velferðarmála á Íslandi.

Rannsókn á högum foreldra og barna.
    Snemma á starfstíma sínum tók landsnefndin ákvörðun um það að verja hluta af því fjármagni sem hún hafði til umráða til rannsóknarverkefnis á högum foreldra og barna á Íslandi. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og bárust svör frá 846 fjölskyldum. Könnunin var viðamikil og náði til giftra foreldra, frá skilinna foreldra, með og án forsjár barna, ekkna og ekkla og einhleypra foreldra. Nið urstöður liggja nú fyrir í megindráttum og verða þær birtar í heild innan skamms. Ekki leikur nokkur vafi á að þær geta orðið ráðamönnum leiðarljós við ýmsar stefnumótandi ákvarðanir í nútíð og framtíð.

Málþing og fjölskylduhátíð.
    Landsnefndin stóð fyrir einu fjölsóttasta málþingi um fjölskyldumál sem haldið hef ur verið hér á landi og sóttu það hátt í 600 manns, starfsmenn stofnana, námsmenn, fræði menn og ýmsir aðrir sem áhuga hafa á málefnum fjölskyldunnar. Á málþinginu voru flutt 22 erindi sem síðar voru gefin út í bókinni Fjölskyldan – uppspretta lífsgilda. Sveitar félögum var síðan boðið að fá fyrirlesara af málþinginu til að flytja erindin á lands byggðinni (sjá nánar í lokaskýrslu landsnefndar).
    Þá hélt landsnefndin vandaða fjölskylduhátíð í Háskólabíói þar sem leitast var við að bjóða upp á dagskrá við hæfi fólks á öllum aldri. Hátíðina sóttu á annað þúsund manns. Á sama tíma og hátíðin var haldin fór fram kynning í anddyri bíósins. Kynntu þar full trúar frá á fimmta tug stofnana og samtaka starfsemi og þjónustu sem tengist fjölskyld um og heimilum á einn eða annan hátt.

Bókaútgáfa og söfnun gagna um aðstæður íslenskra fjölskyldna.
    Bókin Fjölskyldan – uppspretta lífsgilda hefur að geyma fjölbreyttan fróðleik um ís lenskar fjölskyldur. Meginkosturinn við þessa bókaútgáfu er sá að þar gefst tækifæri til að fá góða yfirsýn yfir íslensk fjölskyldumál á einum stað. Bókin er þegar notuð við kennslu við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, auk þess sem hún er þegar komin í hill ur fjölmargra bókasafna. Bókin veitir námsmönnum, fræðimönnum og síðast en ekki síst stjórnmálamönnum, sem og öðrum sem vilja kynna sér aðstæður íslenskra fjölskyldna, góðan grunn við störf sín.
    Snemma á starfstíma nefndarinnar kom í ljós að furðu litlar upplýsingar lágu fyrir um aðstæður íslenskra fjölskyldna. Þótti nauðsynlegt að safna saman fróðleik um íslenskar fjölskyldur og í framhaldi var unnin skýrsla sem ber nafnið Umhverfi fjölskyldunnar. Skýrslan var síðar birt í bók landsnefndar, Fjölskyldan – uppspretta lífsgilda. Skýrslan geymir ýmsar upplýsingar sem nýst geta öllum þeim sem láta sig þessi mál skipta og enn fremur er þar að finna heimildalista sem gefur ítarlegt yfirlit yfir það sem gefið hefur verið út á síðari árum um fjölskyldumál á Íslandi. Hafa ýmsir aðilar þegar nýtt sér þessa skýrslu við störf sín.

Breyting á lögum um vernd barna og ungmenna.
    Að frumkvæði landsnefndarinnar var ráðist í að gera breytingar á lögum um vernd barna og ungmenna. Þessar breytingartillögur eru nú til meðferðar á Alþingi. Tillögurn ar í heild sinni munu styrkja og efla barnaverndarstarf í landinu og gera barnaverndar nefndum betur kleift að annast þau vandasömu verkefni sem þeim eru falin.

Tilraunaverkefni — fjölskylduráðgjöf á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni.
    Í tilefni af Ári fjölskyldunnar var ákveðið í félagsmálaráðuneyti að veita sérstakt fé til uppbyggingar fjölskylduþjónustu og eru ætlaðar 18 millj. kr. til þessa tilraunaverk efnis sem er til tveggja ára. Ástæðan fyrir þessu var einkum sú að nefndin hafði áhyggj ur af því að fjölskylduþjónusta á vegum sveitarfélaganna væri víða af skornum skammti. Þessi verkefni eru í undirbúningi á Eyjafjarðarsvæði og höfuðborgarsvæði og er þess vænst að framhald verði á þessum stuðningi til annarra landsvæða.

Þáttur sveitarfélaganna og ýmissa samtaka.
    Landsnefndin beitti sér fyrir því að sveitarfélög, ýmis samtök og fagfélög gæfu mál efnum fjölskyldunnar meiri gaum. Þessi þáttur verður seint metinn en hér var um afar fjölbreytt verkefni að ræða bæði í byggðarlögum landsins og ekki síður hjá hinum ýmsu samtökum. Í skýrslu nefndarinnar er greint ítarlega frá aðgerðum sveitarfélaganna sem og annarra af þessu tilefni og vísast til hennar hvað þennan þátt varðar.
    Að lokum er rétt að geta þess að aðgerðir landsnefndar um Ár fjölskyldunnar voru ekki hugsaðar sem einstakir atburðir án samhengis við fortíð og framtíð. Nefndin lagði sérstaka áherslu á það í störfum sínum að aðgerðirnar fælu í sér framhald og á það ekki síst við um tillögu til þingsályktunar um stefnumótun í málefnum fjölskyldunnar. Einnig má í þessu samhengi benda á að ýmislegt sem undirbúningur hófst að á Ári fjölskyld unnar lítur dagsins ljós á þessu ári og má sem dæmi nefna sjónvarpsþáttaröð um fjöl skyldumál sem unnin er af Sálfræðingafélagi Íslands með stuðningi landsnefndar um Ár fjölskyldunnar og Reykjavíkurborgar og málþing um fjölskylduna og réttlætið sem hald ið verður á næstunni að frumkvæði Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands með styrk frá landsnefndinni. Reyndar má segja að allar aðgerðir nefndarinnar beri þess merki að hugs að var til framtíðar og eins og sjá má var hér um að ræða talsverða vinnu við rannsókn ir og útgáfumál í þeim tilgangi að leggja grunn að bættri velferð heimilanna.