Ferill 456. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 456 . mál.


822. Skýrsla



félagsmálaráðherra um framkvæmd verkefnisins um reynslusveitarfélög.

(Lögð fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)


    
    Í 6. gr. laga um reynslusveitarfélög, nr. 82/1994, segir að félagsmálaráðherra skuli hlutast til um að árlega verði lagðar fram á Alþingi skýrslur verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga um framkvæmd verkefnisins. Fyrsta skýrslan verði lögð fram vorið 1995 en sú síðasta vorið 2001. Hér að neðan birtist fyrsta skýrsla verkefnisstjórnarinnar.

Skýrsla verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga um framkvæmd


verkefnisins á árinu 1994.


    Verkefnisstjórn hefur yfirumsjón með verkefninu um reynslusveitarfélög. Hún er skipuð fulltrúum félagsmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í henni eiga sæti Sigfús Jónsson landfræðingur, formaður, Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneyt inu, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ og Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. Anna G. Björnsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, er starfsmaður nefnd arinnar. Hlutverk verkefnisstjórnar er að leiðbeina og aðstoða reynslusveitarfélög við undirbún ing tilrauna og vera tengiliður þeirra við einstök ráðuneyti. Enn fremur að veita viðkomandi ráðuneytum umsagnir um óskir reynslusveitarfélaga um tilraunir.

Aðdragandi verkefnisins.


    Aðdragandi tilraunaverkefnisins um reynslusveitarfélög var sá að sveitarfélaganefnd setti fram tillögu í áfangaskýrslu sinni í október 1992 um að stofnað yrði til reynslusveitarfélaga sem lið í undirbúningi breytinga á fyrirkomulagi sveitarstjórnarmála hér á landi, en slík tilrauna starfsemi hafði gefist vel meðal sveitarfélaga annars staðar á Norðurlöndum. Á fundi fulltrúa ráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var í febrúar 1993, var samþykkt ályktun um stofnun reynslusveitarfélaga. Sveitarfélaganefnd lagði það enn fremur til í lokaskýrslu sinni í mars 1993.
    Þann 8. maí 1993 samþykkti Alþingi ályktun sem heimilaði félagsmálaráðherra að undirbúa stofnun allt að fimm reynslusveitarfélaga. Ályktunin gerði einnig ráð fyrir að frumvarp til laga um reynslusveitarfélög yrði lagt fyrir Alþingi vorið 1994 að undangengnum viðræðum milli verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga, félagsmálaráðuneytis og annarra fagráðuneyta um hvernig standa skyldi að framkvæmd verkefnisins.
    Auglýst var eftir sveitarfélögum til þátttöku í verkefninu haustið 1993. Gífurlegur áhugi reyndist á þátttöku og bárust alls 38 umsóknir frá yfir 50 sveitarfélögum en nokkrar umsóknir voru sameiginlegar frá sveitarfélögum sem voru í viðræðum um sameiningu. Verkefnisstjórnin samþykkti í janúar 1994 að velja 15 umsækjendur úr þessum hópi til áframhaldandi samstarfs um málið. Hún ákvað jafnframt í samráði við félagsmálaráðherra að endanlegt val færi fram eft ir að frumvarp um reynslusveitarfélög hefði verið samþykkt á Alþingi vorið 1994. Jafnframt ít rekaði verkefnisstjórnin fyrri yfirlýsingar sínar um að þau sveitarfélög, sem sæktu um þátttöku í verkefninu í tengslum við sameiningu, hefðu forgang.
    Eftirfarandi umsækjendur voru valdir til áframhaldandi samstarfs í janúar 1994:
    Keflavík, Njarðvík og Hafnir (með fyrirvara um sameiningu).
     2.     Hafnarfjörður.
     3.     Garðabær.
     4.     Reykjavík
     5.     Mosfellsbær.
     6.     Akranes.
     7.     Borgarnes, Hraunhreppur, Álftaneshreppur, Borgarhreppur, Norðurárdalshreppur og Stafholtstungnahreppur (með fyrirvara um sameiningu).
     8.     Ólafsvík, Neshreppur utan Ennis, Breiðuvíkurhreppur og Staðarsveit (með fyrirvara um sameiningu).
     9.     Laxárdalshreppur, Suðurdalahreppur, Haukadalshreppur, Hvammshreppur og Fells strandarhreppur (með fyrirvara um sameiningu).
     10.     Barðastrandarhreppur, Rauðasandshreppur, Patrekshreppur og Bíldudalshreppur (með fyrirvara um sameiningu).
     11.     Akureyri.
     12.     Neskaupstaður og Norðfjarðarhreppur (með fyrirvara um sameiningu).
     13.     Höfn, Nesjahreppur og Mýrahreppur (með fyrirvara um sameiningu).
     14.     Skaftárhreppur.
     15.     Vestmannaeyjar.

Lög um reynslusveitarfélög.


    Lög um reynslusveitarfélög, nr. 82/1994, voru samþykkt á Alþingi í maí 1994. Sam kvæmt lögunum geta einstakir ráðherrar, á grundvelli umsókna, veitt reynslusveitarfé lögum heimildir í tiltekinn tíma (1994–1999) og í tilraunaskyni til:
    —     að taka að sér framkvæmd nýrra verkefna;
    —     að vera undanþegin tilteknum ákvæðum laga og reglugerða;
    —     að reyna nýtt rekstrar- og fjármögnunarfyrirkomulag í tilteknum málaflokkum;
    —     að þróa nýjungar í stjórnsýslu sveitarfélaga.
    Auk þess að vera þáttur í undirbúningi áðurgreindra breytinga á stjórnsýslu sveitar félaga og fyrirkomulagi sveitarstjórnarmála kemur fram í lögunum að með tilraununum skuli að því stefnt að:
    —     auka sjálfsstjórn sveitarfélaga;
    —     laga stjórnsýslu sveitarfélaga betur að staðbundnum aðstæðum;
    —     bæta þjónustu við íbúana;
    —     nýta betur fjármagn hins opinbera.
    Tilraunirnar mega ekki hafa í för með sér skerðingu á réttindum íbúanna né fela í sér auknar fjárhagslegar byrðar fyrir þá. Ráðherrum er ekki heimilt að víkja frá lögum nema tryggt sé að það hafi ekki í för með sér skerðingu á þeim rétti til þjónustu og fyrir greiðslu sem íbúarnir njóta lögum samkvæmt og að réttaröryggi þeirra haldist óskert.
    Í júní 1994 gerði verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga tillögu til félagsmálaráðherra um val á tólf sveitarfélögum til þátttöku í verkefninu. Ráðherra féllst á tillögu verkefnis stjórnar og voru eftirtalin sveitarfélög valin:
    Hafnarfjörður     Garðabær     Reykjavík
    Borgarbyggð     Snæfellsbær     Dalabyggð
    Vesturbyggð     Akureyri      Neskaupstaður
    Hornafjarðarbær     Vestmannaeyjar     Keflavík, Njarðvík og Hafnir
    
    Þau ráðuneyti, sem verkefnið snertir, hafa tilnefnt fulltrúa til að vinna að málinu í samstarfi við verkefnisstjórnina.
    Verkefnisstjórnin lagði til að hjá einstökum reynslusveitarfélögum yrði verkefnið unn ið undir stjórn sérstakrar framkvæmdanefndar og að verkefnið yrði skipulagt sem sam vinnuverkefni kjörinna fulltrúa, stjórnenda, starfsfólks og íbúanna. Lögð hefur verið áhersla á að reynslusveitarfélögin tengi verkefnið öðru umbótastarfi hjá sveitarfélaginu eftir því sem kostur er. Einnig að umfang tilraunastarfsins í hverju sveitarfélagi sé tak markað við tiltölulega fá verkefni.
    

Undirbúningur tilrauna.


    Eftir að reynslusveitarfélög höfðu verið valin var samin handbók með upplýsingum fyrir framkvæmdanefndir reynslusveitarfélaga og auk þess handbók með lögum og reglu gerðum sem tengjast verkefninu fyrir formenn og starfsmenn nefndanna.
    Í september og október1994 voru haldnir kynningarfundir með framkvæmdanefnd um í reynslusveitarfélögunum og þar með hófst undirbúningur tilraunastarfsins.
    Ráðgert var að í nóvember 1994 yrðu allir formenn framkvæmdanefnda boðaðir til sameiginlegs fundar til að samræma undirbúningsvinnuna og að umsóknir lægju fyrir 1. desember. Um svipað leiti kom upp deila milli ríkis og sveitarfélaga um greiðslur sveit arfélaga í Atvinnuleysistryggingasjóð. Formenn framkvæmdanefnda ákváðu að mæta ekki á samráðsfund á meðan sú deila stæði yfir. Af þessum sökum frestaðist fundurinn og var hann haldinn 9. janúar s.l. Jafnframt var umsóknarfrestur framlengdur til 1. febrúar 1995.
    

Umsóknir um tilraunaverkefni.


    Umsóknir bárust frá öllum reynslusveitarfélögunum. Þau sóttu samtals um 56 verk efni, sjá mynd. Hér að neðan er gefið yfirlit yfir þau.
         

Sameinað sveitarfélag Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna.


     1.     Vinnumiðlun og þjónusta við fólk í atvinnuleit, m.a. með því að koma á fót einni öfl ugri samskipta- og þjónustumiðstöð þar sem öll þjónusta við atvinnulífið er veitt og boðið er upp á persónulega meðferðaráætlun.
     2.     Félagsleg húsnæðismál þar sem bæjarstjórn myndi m.a. ákvarða fjölda, stærðir og byggingarflokka félagslegra íbúða fyrir hvert ár á grundvelli rammafjárveitingar frá Húsnæðisstofnun ríkisins.
    Auk þess lýsti bæjarstjórn vilja sínum til að ný lög um málefni sveitarfélaga, gildi, að hluta til eða öllu leyti, til reynslu í sveitarfélaginu áður en þau öðlast gildi gagnvart öðr um sveitarfélögum.
    

Hafnarfjarðarbær.


     1.     Gagngerar stjórnsýslubreytingar, m.a. með endurskipulagningu nefndakerfis, með það að markmiði að einfalda boðleiðir og gera stjórnkerfið skilvirkara.
     2.     Félagsleg húsnæðismál þar sem starfsfólki bæjarins verði falið eftirlit og úttektir og dregið verði úr beinum samskiptum umsækjenda við Húsnæðisstofnun ríkisins.
     3.     Byggingarmál. Breytt meðferð umsókna um byggingarleyfi þannig að byggingar nefnd verði fyrst og fremst áfrýjunarnefnd en ekki afgreiðslunefnd eins og nú er.
     4.     Bætt þjónusta við atvinnulausa, m.a. með þeim hætti að sú starfsemi verði samþætt starfsemi félagsmálastofnunar í ríkara mæli en nú er og undanþága verði veitt frá reglum um skipan í stjórnarnefnd vinnumiðlunar.
     5.     Öldrunarmál. Unnið verði að samþættingu allrar öldrunarþjónustu í bænum.
     6.     Bærinn taki yfir rekstur staðbundinnar löggæslu og hafi eftirlit með vínveitingahús um í Hafnarfirði.
     7.     Byggingarfulltrúa verði veitt heimild til afgreiðslu ákveðinna mála en unnt verði að skjóta úrlausnum hans til byggingarnefndar.
    

Garðabær.


     1.     Bærinn yfirtaki rekstur heilsugæslu í Garðabæ.
     2.     Félagsleg húsnæðismál, m.a. með breytingum á lánstíma, að dregið verði úr eftir liti Húsnæðisstofnunar ríkisins með húsnæðisnefnd og reglum um greiðslumat verði breytt.
     3.     Bærinn yfirtaki ýmsa þætti í þjónustu við aldraða.
     4.     Bætt þjónusta við atvinnulausa, t.d. þannig að félagsmálastofnun annist greiðslu at vinnuleysisbóta.
     5.     Sálfræðiþjónusta í skólum (ef ekki verður af flutningi grunnskóla til sveitarfélaga að fullu).
     6.     Bærinn fari með ákvörðunarvald um friðun náttúruminja innan lögsagnarumdæmis bæjarins.
     7.     Byggingarfulltrúa verði veitt heimild til afgreiðslu ákveðinna mála en unnt verði að skjóta úrlausnum hans til byggingarnefndar.
    

Reykjavíkurborg.


     1.     Félagsleg húsnæðismál. Óskað er eftir breytingu á fyrirkomulagi framkvæmdalána, að dregið verði úr eftirlitshlutverki Húsnæðisstofnunar ríkisins með húsnæðisnefnd, fyrirkomulagi greiðslumats verði breytt og kannaðir möguleikar á að samræma á ein um stað mat á húsnæðisumsóknum til húsnæðisnefndar og Félagsmálastofnunar.
     2.     Sótt er um þátttöku ríkisins í kostnaði vegna tiltekinna verkefna á vegum Vinnu miðlunar Reykjavíkurborgar, svo sem vegna sérstakra úrræða í þágu ýmissa hópa at vinnulausra. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við félagsmálaráðuneyti um sam ræmda skráningu atvinnulausra og um fyrirkomulag á greiðslu atvinnuleysisbóta.
     3.     Málefni fatlaðra, þannig að verkefni Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík flytjist til borgarinnar og heyri undir Félagsmálastofnun.
     4.     Borgin yfirtaki rekstur heilsugæslustöðva í Reykjavík.
     5.     Byggingarmál, þannig að heimilt verði að flytja tiltekin afgreiðsluverkefni frá bygg ingarnefnd til byggingarfulltrúa.
     6.     Borgin yfirtaki staðbundna löggæslu.
     7.     Sérstakt tilraunaverkefni í einu hverfi borgarinnar, þ.e. Grafarvogi, í því skyni að samræma alla opinbera þjónustu sem yrði veitt á einni hverfisskrifstofu.
    

Borgarbyggð.


     1.     Félagsleg húsnæðismál með flutningi verkefna frá Húsnæðisstofnun ríkisins til sveit arfélagsins.
     2.     Atvinnuleysisskráning, vinnumiðlun o.fl. verði hluti af félagsþjónustu sveitarfélags ins.
     3.     Sameining rekstrardeildar Vegagerðarinnar í Borgarnesi og áhaldahúss Borgarbyggð ar undir stjórn sveitarfélagsins.
    

Snæfellsbær.


    Yfirtaka á rekstri heilsugæslu og öldrunarþjónustu.
    

Dalabyggð.


     1.     Stjórnsýslutilraunir, m.a. endurskipulagning nefndakerfis.
     2.     Öldrunarmál, m.a. bygging og rekstur á dvalar- og hjúkrunarrými fyrir aldraða og yf irtaka á heimahjúkrun.
     3.     Sveitarfélagið reki atvinnuráðgjöf þar sem á einum stað verði sameinuð öll ráðgjöf og aðstoð við atvinnulífið og upplýsingamiðlun.
     4.     Sveitarfélagið taki að sér hlutverk Skógræktar ríkisins innan marka sveitarfélagsins og skyld verkefni á sviði skógræktar og gróðurverndar.
    

Vesturbyggð.


     1.     Málefni fatlaðra.
     2.     Öldrunarmál.

Akureyrarbær.


     1.     Meðferð félagslegra húsnæðismála færist frá Húsnæðisstofnun ríkisins til bæjarins.
     2.     Verkefni á sviði menningarmála færist frá menntamálaráðuneyti til bæjarins. Ráða gerðir eru um atvinnuátaksverkefni á sviði menningarmála og samvinnu við ríkið um minjavörslu.
     3.     Málefni aldraðra, þ.e. nýtt greiðslufyrirkomulag vegna reksturs öldrunarstofnana og yfirtaka á heimahjúkrun.
     4.     Bærinn yfirtaki sem mest af þjónustu við fatlaða.
     5.     Skipulagsmál, þannig að bærinn eigi frumkvæði að og annist gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlana.
     6.     Byggingarfulltrúi fái heimild til fullnaðarafgreiðslu byggingarleyfisumsókna og fram kvæmdaleyfa, en umsækjendur geti skotið úrlausn hans til byggingarnefndar.
     7.     Undanþágur frá lögum um atvinnuleysistryggingar, samvinna við ríkisstofnanir um sameiginleg átaksverkefni gegn atvinnuleysi og endurskoðun atvinnuleysisskrár, ásamt stjórnsýslutilraunum á þessu sviði.
     8.     Margvíslegar stjórnsýslutilraunir innan bæjarkerfisins.
    

Neskaupstaður.


     1.     Félagsleg húsnæðismál, þ.e. undanþágur frá ákvæðum um skyldur og verksvið hús næðisnefnda.
     2.     Snjómokstur á Norðfjarðarvegi um Oddsskarð.
     3.     Sameining sálfræðiþjónustu sem heilsugæslustöð, fræðsluskrifstofa Austurlands, svæðisskrifstofa málefna fatlaðra og félagsþjónusta bæjarins eiga að veita íbúum.
     4.     Heimild byggingarfulltrúa til að afgreiða vissa tegund mála án þess að þau séu lögð fyrir byggingarnefnd.
     5.     Breytingar á stjórnsýslu bæjarins.
    

Hornafjarðarbær.


     1.     Yfirtaka á heilbrigðis- og öldrunarmálum í sýslunni gegn rammafjárveitingu frá rík inu.
     2.     Stofnun atvinnumálaskrifstofu í samstarfi bæjarfélagsins, verkalýðsfélagsins og Bún aðarsambandsins, sem auk þess myndi tengjast Atvinnuþróunarfélagi Austurlands, Byggðastofnun og atvinnulífinu.
     3.     Átak í gæðastjórnun sem lyki með vottun á allri þjónustu bæjarfélagsins eða ein hverra stofnana þess skv. ISO 9000 staðli.
     4.     Yfirtaka á rekstri Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu gegn rammafjárveitingu frá rík inu.
     5.     Breytt fyrirkomulag félagslegra húsnæðismála.
    

Vestmannaeyjabær.


     1.     Yfirtaka bæjarins á eftirtöldum rekstrarþáttum í málefnum fatlaðra: Meðferðarheim ilið Búhamri, leikfangasafn, verndaður vinnustaður, sambýli og hlutdeild í rekstri svæðisskrifstofu Suðurlands.
     2.     Rammasamningur við ríkið um alla öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum aðra en sjúkrahúsþjónustu.
     3.     Yfirtaka bæjarins á félagslegum húsnæðismálum með rammasamningi við Húsnæð isstofnun ríkisins.
     4.     Heimild byggingarfulltrúa til að afgreiða vissa tegund mála án þess að þau séu lögð fyrir byggingarnefnd.
     5.     Yfirtaka á þjónustu Fræðsluskrifstofu Suðurlands í Vestmannaeyjum.
     6.     Yfirtaka bæjarins á allri starfsemi ríkissjóðs í Vestmannaeyjum.
    
    Í umsóknum sveitarfélaganna er áberandi hve mörg þeirra sækja um verkefni á sviði félagslegra húsnæðismála, eða níu alls. Þá óska átta sveitarfélög eftir verkefnum á sviði atvinnumála, svo sem vinnumiðlun, þjónustu við atvinnulausa, samþættingu atvinnuráð gjafar o.fl. Einnig sækjast fimm eftir að gera tilraunir með verkefni og verkaskiptingu byggingarnefnda og byggingarfulltrúa. Sjö sveitarfélög hafa áhuga á verkefnum í öldr unarmálum. Fjögur hafa áhuga á að taka að sér heilsugæslu en ekkert sækir um að taka að sér rekstur sjúkrahúss.
    Alls sækja fjögur sveitarfélög um að taka að sér þjónustu við fatlaða og sex vilja ráð ast í stjórnsýslutilraunir. Stjórnsýslutilraunir geta verið umbótaverkefni sem sveitarstjórn um er heimilt að ráðast í, án þess að þurfa undanþágur frá lögum nema e.t.v. fyrir af markaðan hluta þeirra, en jafnframt er þeim styrkur af því að vinna að þeim sem þátt í verkefninu.
    

Næstu skref.


    Á næstunni verða umsóknir reynslusveitarfélaga teknar til umfjöllunar í viðkomandi ráðuneytum. Eftir einn til tvo mánuði munu væntanlega hefjast samningaviðræður milli viðkomandi fagráðuneyta og reynslusveitarfélaga, með milligöngu verkefnisstjórnarinn ar, um framkvæmd þeirra verkefna sem sótt hefur verið um.
    Gert er ráð fyrir að samningum verði lokið fyrir haustið og að tilraunaverkefni fari af stað á haustmánuðum en verkefni, sem fela í sér verkefnaflutning frá ríki til reynslu sveitarfélaga, hefjist 1. janúar 1996.
    Í 6. gr. laga um reynslusveitarfélög, nr. 82/1994, segir að verkefnisstjórn skuli, að fengnu samþykki félagsmálaráðherra, fela óháðum aðila eða aðilum, að taka út tilraun ir og meta hvernig til hafi tekist. Um leið og ljóst er í hvaða tilraunaverkefni verður ráð ist mun slíkur aðili verða fenginn til starfa.



TAFLA REPRÓ 1 bls.