Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 335 . mál.


839. Frumvarp til laga



um samræmda neyðarsímsvörun.

(Eftir 2. umr., 24. febr.)



1. gr.


    Ríkisstjórnin skal eigi síðar en 31. desember 1995 koma upp samræmdri neyðarsímsvörun fyrir Ísland til að sinna viðtöku tilkynninga um fólk og eignir í neyð og beiðnum um aðstoð lög reglu, slökkviliðs, björgunarsveita og sjúkraflutningaliðs og aðra neyðaraðstoð. Neyðarsím svörun þessi skal jafnframt fullnægja skuldbindingum Íslands samkvæmt samningi um Evr ópska efnahagssvæðið.
    

2. gr.


    Samræmt neyðarsímanúmer fyrir Ísland skal vera 112 og er óheimilt að nota þá tölu sem símanúmer eða annað auðkenni í fjarskiptakerfi á Íslandi fyrir aðra starfsemi.
    Póst- og símamálastofnun, opinberir aðilar sem fjalla um síma- og fjarskiptamál og þeir einkaaðilar sem leyfi hafa til reksturs á þessu sviði skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að allir notendur síma geti jafnan náð sambandi við símanúmerið 112.
    Óheimilt er að nota orðin neyðarnúmer og neyðarsímanúmer ein sér eða í samsetningum fyr ir aðra starfsemi hér á landi en samræmt neyðarnúmer samkvæmt lögum þessum.
    

3. gr.


    Til að sinna viðtöku og úrvinnslu tilkynninga sem berast um samræmt neyðarsímanúmer skal koma upp vaktstöð eða vaktstöðvum. Dómsmálaráðherra er heimilt að semja við opinberar stofnanir, sveitarfélög og einkaaðila um fyrirkomulag, fjármögnun og þátttöku í slíkum rekstri.
    Rekstraraðila vaktstöðvar er heimilt að semja við þá aðila, sem sinna neyðarþjónustu, um að vaktstöðin sinni boðun, upplýsinga- og fjarskiptaþjónustu í þágu neyðarþjónustuaðila. Sama gildir um vöktun aðvörunarkerfa. Samningar um slíka þjónustu eru háðir samþykki dómsmála ráðherra.
    

4. gr.


    Kostnaður við uppbyggingu og rekstur vaktstöðvar eða vaktstöðva að því marki sem hann er ekki greiddur af tekjum fyrir selda þjónustu skv. 2. mgr. 3. gr. og 2. mgr. þessarar greinar, greiðist að hálfu af ríkissjóði og hálfu af sveitarfélögunum. Hlutur sveitarfélaganna skal inn heimtur hjá hverju sveitarfélagi um sig í samræmi við íbúatölu.
    Óski aðili sem sinnir neyðarþjónustu eftir að vaktstöð sinni boðun eða annarri þjónustu í hans þágu skal greitt fyrir þá þjónustu samkvæmt sérstökum samningi.

5. gr.


    Þeim aðilum, opinberum og einkaaðilum, sem sinna neyðarþjónustu á Íslandi skal skylt að gefa vaktstöð neyðarsímsvörunar hverju sinni upplýsingar um hverjir veiti viðtöku beiðnum um aðstoð af þeirra hálfu ásamt upplýsingum um þá þjónustu sem í boði er, menntunar- og þjálfunarstig þeirra sem hana veita og tækjabúnað sem tiltækur er. Dómsmálaráðherra er heimilt í reglugerð að ákveða til hvaða aðila framangreind skylda tek ur og nánar um fyrirkomulag á upplýsingagjöfinni.

6. gr.


    Vaktstöð samkvæmt lögum þessum skal skrá og hljóðrita tilkynningar sem þangað ber ast. Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um geymslu og notkun skránna.
    

7. gr.


    Starfsmenn vaktstöðvar skulu gæta þagmælsku um atriði er þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, reglugerðum eða eðli máls. Þagnar skyldan helst þó að látið sé af starfi. Starfsmenn vaktstöðvar skulu hafa hlotið mennt un, þjálfun og starfsreynslu á vegum þeirra aðila er neyðarþjónustu sinna.
    

8. gr.


    Dómsmálaráðherra fer með framkvæmd laga þessara og setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þeirra.
    Dómsmálaráðherra skipar samstarfsnefnd sem skal vera til eftirlits og ráðuneytis um framkvæmd laga þessara. Í nefndinni skulu eiga sæti fulltrúar tilnefndir af Sambandi ís lenskra sveitarfélaga, ráðuneytum og stofnunum sem sinna málum er lög þessi taka til, landssamtökum björgunarsveita og annarra aðila sem vinna verkefni á sviði laganna. Ráð herra ákveður nánar í reglugerð hvaða aðilar skuli tilnefna fulltrúa í nefndina og setur nánari reglur um starfssvið nefndarinnar.

9. gr.


    Þeir sem leita eftir aðstoð með tilkynningu til vaktstöðvar skulu, svo sem kostur er, gefa greinargóðar upplýsingar um atburð og það ástand sem er tilefni beiðni.
    Verði maður uppvís að því að senda vísvitandi ranga tilkynningu til vaktstöðvar sam kvæmt lögum þessum eða misnota að öðru leyti þjónustu vaktstöðvar við boðun hjálp arliðs skal það varða refsingu skv. 120. gr. og 120. gr. a. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
    

10. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.