Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 16:52:28 (7029)

1996-06-03 16:52:28# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[16:52]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs til þess að bera upp spurningu til hæstv. ráðherra. Spurningin lýtur að því hver tekur ákvörðun um sölu á félögum sem er falið að annast ákveðna þætti í starfsemi Pósts og síma. Hæstv. ráðherra var spurður að því áðan hver tæki ákvörðun um það að ef selja ætti slík félög. Ég beini þeirri spurningu til ráðherra hvort það yrði Alþingi sem seldi slík félög, tæki ákvörðun um sölu á þeim félögum eða hvort það væri stjórn Pósts og síma eða ráðherrar sjálfir.

Hin spurningin sem ég vildi beina til hæstv. ráðherra er sú hvernig kosning til stjórnar Pósts og síma fer fram á aðalfundi, hverjir eiga rétt til setu á aðalfundi og hvernig kosning til stjórnar fer fram.

Ég vildi beina þessum tveimur spurningum til hæstv. ráðherra.