Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 17:23:10 (7039)

1996-06-03 17:23:10# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[17:23]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir svörin en það dugar ekki að lesa þessa grein. Hún svarar þessu ekki einhlítt. En það hefur komið hér skýrt fram og það er að minnsta kosti skilningur minn að félög sem stofnað er til samkvæmt þessari grein verði ekki seld nema með samþykki Alþingis.