Umræður 120. þingi, 1. fundi dagskrárlið 1 *, 1995-10-03 13:34:20 til 13:35:32 L, gert 4 16:29
[prenta uppsett í dálka]

Kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.

[13:34]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Samkvæmt 3. gr. þingskapa skyldi fara fram kosning sex varaforseta. Samkomulag tókst milli þingflokka um að kjósa að þessu sinni einungis fjóra varaforseta. Samþykkt voru án atkvæðagreiðslu afbigði frá þingsköpum um að kosning fimmta og sjötta varaforseta færi ekki fram að svo stöddu.

Fram kom einn listi með jafnmörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

1. varaforseti: Ragnar Arnalds, 4. þm. Norðurl. v.

2. varaforseti: Sturla Böðvarsson, 2. þm. Vesturl.

3. varaforseti: Guðni Ágústsson, 2. þm. Suðurl.

4. varaforseti: Guðmundur Árni Stefánsson, 9. þm. Reykn.

[13:34]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):