Umræður 120. þingi, 3. fundi dagskrárlið 91 *, 1995-10-05 10:31:15 til 10:36:58 L, gert 6 9:33
[prenta uppsett í dálka]

Varamenn taka þingsæti.

[10:31]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti las eftirfarandi bréf, dags. 5. október:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Arnþrúður Karlsdóttir fréttamaður, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.

Finnur Ingólfsson, 7. þm. Reykv., iðn.- og viðskrh.``

Arnþrúður Karlsdóttir, 7. þm. Reykv., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.

[10:33]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):