Bætur frá Tryggingastofnun

Mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 15:24:34 (4715)

1996-04-15 15:24:34# 120. lþ. 118.2 fundur 245#B bætur frá Tryggingastofnun# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur

[15:24]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem hv. þm. kom inn á áðan að reglugerð átti að vera tilbúin um mánaðamót varðandi endurgreiðslu á háum lyfja- og lækniskostnaði. Við höfum verið í samvinnu við hagsmunaaðila, Félag eldri borgara, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörgu og Þroskahjálp að endurskoða þessa reglugerð og það var að þeirra beiðni sem reglugerðin tók ekki gildi um mánaðamótin. Þeir vildu fá meiri tíma. Hún var tilbúin af hendi ráðuneytisins, en þar sem við erum í samvinnu um þetta verkefni, þá urðum við við þeirri beiðni.

Varðandi annað atriði sem hv. þm. spyr um og snertir ekkjulífeyri og dánarbætur, þá er ljóst að þeir sem eiga rétt á framlengingu dánarbóta eru þeir sem eru með lágar tekjur.