Réttarstaða fólks við gildistöku EES-samningsins

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 13:56:03 (6598)

1996-05-28 13:56:03# 120. lþ. 149.2 fundur 427. mál: #A réttarstaða fólks við gildistöku EES-samningsins# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 149. fundur

[13:56]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Hér er um mjög viðamikið og flókið mál að ræða og það væri auðveldara að svara þessu í skriflegu formi en á tveimur mínútum í ræðustól Alþingis.

Eins og áðan kom fram hafa orðið breytingar á löggjöf ýmissa landa á þessu tímabili sem skekkir þá upphaflegu mynd sem var þegar samningurinn var gerður. En sé um einstök mistök að ræða eru þau mistök leiðrétt en það er ekki ástæða til þess að breyta samningnum sem slíkum þrátt fyrir það. Eins og kom fram í máli mínu áðan er mjög mikilvægt að vera sífellt vakandi fyrir þessum samningi einmitt til þess að varna því að slík mistök eigi sér stað.