Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 14:47:56 (7203)

1996-06-04 14:47:56# 120. lþ. 160.6 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[14:47]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm., Jóhanna Sigurðardóttir, beindi til mín fimm spurningum. Fyrst vil ég segja að ég fagna því að fjármagnstekjuskatturinn verður lögfestur á Alþingi. Ég held það sé kominn tími til að svo verði.

Varðandi spurninguna um hvort happdrættin eigi að vera undanþegin tel ég að (JóhS: Ég talaði ekki um happdrættin.). Jú, hv. þm. talaði um hvort happdrættin ættu að vera undanþegin fjármagnstekjuskatti, þá tel ég svo ekki vera. Ég held að mjög erfitt sé að vera með undanþágur í þessum skattaflokki.

Varðandi fjármagnstekjutenginguna við bætur þá er það ekki skattur. Það er tenging við bætur. Það sem ég sagði fyrir jólin og er nú að verða að lögum er það að þeir sem fá eingreiðslu vegna slysabóta eru undanþegnir þessum fjármagnstekjuskatti.