Ferill 4. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 4 . mál.


4. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um Fæðingarheimili Reykjavíkur og þjónustu við sængurkonur.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



    Hvenær er áætlað að rekstur Fæðingarheimilis Reykjavíkur hefjist að nýju eftir lokun og hvaða áform eru um rekstur heimilisins í framtíðinni?
    Telur ráðherra eðlilegt að allar konur á höfuðborgarsvæðinu fæði börn sín á hátæknisjúkrahúsi eins og verið hefur undanfarna mánuði?
    Hvað getur fæðingardeild Landspítalans sinnt mörgum fæðingum á ári?
    Hver hefur þróunin verið hvað varðar fjölda fæðinga á fæðingardeild Landspítalans undanfarin ár?
    Hversu margar sængurkonur hafa þurft að liggja á göngum fæðingardeildar Landspítalans frá því að Fæðingarheimilinu var lokað?
    Hversu margar konur hafa nýtt sér hina nýju MFS-þjónustu fæðingardeildar Landspítalans og telur ráðherra að slík þjónusta eigi heima á hátæknisjúkrahúsi?
























Prentað upp.