Ferill 41. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 41 . mál.


41. Fyrirspurn


til menntamálaráðherra um grunn- og framhaldsskóla.

Frá Ástu B. Þorsteinsdóttur.


    Hversu margir nemendur útskrifast úr almennum grunnskólum landsins? Hversu margir þeirra hafa náð tilskilinni lágmarkseinkunn á grunnskólaprófi? Hversu margir hafa fengið sérkennslu eða sérstakan stuðning í grunnskóla?
    Hversu margir nemendur innritast í framhaldsskóla? Hversu margir nemendur fá sérstakan stuðning eða sérkennslu í framhaldsskólum? Hversu margir nemendur útskrifast úr framhaldsskóla með fullgilt prófskírteini?
    Hversu margir nemendur útskrifast úr sérskólum eða sérdeildum fyrir fatlaða á grunnskólastigi? Hversu margir þessara nemenda innritast í framhaldsskóla? Hversu langt er framhaldsskólanám þeirra að meðaltali? Hversu margir þeirra ljúka framhaldsskólanámi með fullgilt prófskírteini?
    Óskað er eftir því að upplýsingarnar nái til áranna 1993 til og með 1995 og verði sundurliðaðar fyrir hvert skólaár.


Skriflegt svar óskast.