Ferill 42. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 42 . mál.


42. Fyrirspurn


til fjármálaráðherra um innheimtu á opinberum gjöldum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.


    Hve mikið hefur verið afskrifað af opinberum gjöldum hjá annars vegar einstaklingum og hins vegar lögaðilum árlega sl. fimm ár og hve mikill hefur kostnaður ríkissjóðs verið vegna þessa?
    Hversu oft hefur lögaðili, sem ekki hefur verið mögulegt að innheima opinber gjöld af, orðið gjaldþrota og hafið að nýju sama eða svipaðan atvinnurekstur undir öðru heiti?
    Hyggst ráðherra grípa til sérstakra aðgerða til að sporna við afskriftum opinberra gjalda?


Skriflegt svar óskast.