Ferill 57. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 57 . mál.


57. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um kjarasamninga á vegum ríkis og ríkisstofnana eftir 21. febrúar sl.

Frá Sighvati Björgvinssyni.



    Við hvaða stéttarfélög eða starfshópa hafa verið gerðir kjara- eða ráðningarsamningar á vegum ríkisins og stofnana þess eftir 21. febrúar sl.?
    Hvaða hækkanir hafa orðið á grunnkaupi við þá samningsgerð?
    Hefur verið samið um hækkun á greiðslum, svo sem fyrir fasta yfirvinnu, gæslu- eða bakvaktir, álagsgreiðslur eða aðrar slíkar greiðslur í þeim samningum, og ef svo er, hvaða áhrif hefur það haft til hækkunar á launakostnaði vegna þeirra sem þess njóta?
    Hefur verið samið um launaflokkatilfærslur, uppfærslu starfsheita, ný starfsheiti eða aðrar sambærilegar kjaralegar ráðstafanir og hvaða árhif hefur það þá haft á launakostnað vegna þeirra sem þess njóta?


Skriflegt svar óskast.























Prentað upp.