Ferill 82. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 82 . mál.


83. Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um veiðar og rannsóknir á smokkfiski.

Frá Kristjáni Pálssyni.



    Hefur af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins eða Hafrannsóknastofnunar farið fram könnun á því hvort smokkfiskur sé í nýtanlegu magni innan fiskveiðilögsögu Íslands eða í hafinu suður og suðvestur af landinu?
    Er ráðherra tilbúinn til að beita sér fyrir styrkveitingum til að kanna veiðimöguleika smokkfisks innan og utan landhelginnar?
    Er ráðherra tilbúinn til að beita sér fyrir því að sent verði rannsóknaskip til að kanna hugsanleg veiðisvæði smokkfisks?
    Er ráðherra tilbúinn til að beita sér fyrir styrkveitingum til sérútbúinna skipa til tilraunaveiða og vinnslu á smokkfiski?