Ferill 7. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 7 . mál.


99. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um samræmd próf.

    Hverjar eru ástæður þess að vorið 1995 tóku einungis 95,5% nemenda á landinu öllu samræmt próf í stærðfræði, 95,6% í íslensku, 94,6% í dönsku og 95,4% í ensku?
    Ráðuneytið leitaði til Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála sem annaðist framkvæmd samræmdra prófa í grunnskólum og tók hún saman eftirfarandi greinargerð:
    Ástæður þess að u.þ.b. 5% nemenda tóku ekki samræmt próf í stærðfræði, íslensku, dönsku og ensku vorið 1995 voru eftirfarandi: undanþágur frá prófi, frávik við próftöku, yngri bekkingar voru ekki skráðir í prófið en voru í heildarskránni, prófi var lokið á fyrra ári og forföll á prófdegi.
    Forráðamenn barna geta sótt um undanþágu frá samræmdum prófum fyrir þau. Slík umsókn verður að vera með samþykki skólastjórnenda og að fengnu mati og samþykki fagaðila, t.d. námsráðgjafa eða sálfræðings.
    Árið 1995 var fjöldi undanþága sem hér segir:

Fjöldi undanþága frá samræmdum prófum 1995 eftir fræðsluumdæmum.



Heildar-

Fjöldi


fjöldi

undanþága

Hlutfall



Reykjavík     
1.481
67 4 ,5
Reykjanes     
1.193
41 3 ,4
Vesturland     
298
11 3 ,7
Vestfirðir     
164
5 2 ,4
Norðurland vestra     
199
14 9 ,5
Norðurland eystra     
516
12 2 ,3
Austurland     
200
9 4 ,5
Suðurland     
365
18 4 ,9

    Alls var 85 nemendum veitt undanþága í öllum greinum.
    Forráðamenn geta enn fremur óskað eftir að börn þeirra þreyti samræmt próf með fráviki, þ.e. að þeim verði veitt aðstoð við t.d. skrift eða lestur á prófinu. Umsóknin verður að vera með samþykki skólastjórnenda og fagaðila eins og undanþágubeiðnin. Einkunnir nemenda sem taka prófin með frávikum teljast ekki samræmdar og eru því ekki með í tölulegum upplýsingum um samræmdu prófin. Fjöldi þessara nemenda er 0,3–1% af heildarfjölda nemenda, mjög svipað hlutfall í öllum landshlutum.
    Þær tölur sem vitnað er til í fyrirspurninni um fjölda þeirra sem taka samræmt próf í einstökum greinum ná því eingöngu yfir þá sem tóku samræmdu prófin án frávika. Þeir sem tóku próf með fráviki eru ekki taldir með.
    Vorið 1995 voru skráðir alls 4.452 nemendur hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Þeir skiptust þannig eftir aldri: einn nemandi var fæddur árið 1982, fjórir nemendur fæddir árið 1981, 79 nemendur fæddir árið 1980, 4.320 nemendur fæddir árið 1979, 46 nemendur fæddir árið 1978 og einn nemandi fæddur árið 1977.
    Eins og sjá má eru 84 nemendur fæddir eftir 1979 og mikill meiri hluti þeirra stundar nám í 9. bekk. Þegar nemendur 9. bekkjar taka samræmd próf er það oftast í einni grein af fjórum. Sé nemandi í 9. bekk eingöngu skráður í ensku er skráð að hann sleppi öllum hinum prófunum. Þannig verður það hlutfall sem sleppir prófi hærra en ella. Þegar nemandinn kemur í 10. bekk árið eftir hefur hann þegar lokið einu til tveimur samræmdum prófum og sleppir því þeim greinum.
    Aðrar ástæður þess að nemandi sleppir prófi eru veikindi á prófdegi eða að viðkomandi mætir ekki. Það hefur ekki verið skráð sérstaklega heldur er skráð að hann sleppi prófi í viðkomandi grein.

    Hvernig skiptust þeir nemendur, sem ekki tóku samræmt próf, á milli fræðsluumdæma vorið 1993, 1994 og 1995 samkvæmt lögheimilum viðkomandi?

Fjöldi og hlutfall þeirra sem ekki tóku samræmt próf 1994 í


stærðfræði, íslensku, dönsku og ensku eftir fræðsluumdæmum.



Stærðfræði

Íslenska

Danska

Enska


fjöldi

hlutf.

fjöldi

hlutf.

fjöldi

hlutf.

fjöldi

hlutf.



Reykjavík     
24
1 ,9 16 1 ,2 36 2 ,8 16 1 ,2
Reykjanes     
41
3 ,9 39 3 ,7 55 5 ,2 56 5 ,3
Vesturland     
11
2 ,5 9 2 ,0 8 1 ,8 8 1 ,8
Vestfirðir     
3
0 ,9 4 1 ,1 10 2 ,9 6 1 ,7
Norðurland vestra     
4
1 ,5 3 1 ,1 5 1 ,9 6 2 ,3
Norðurland eystra     
0
0 ,0 0 0 ,0 1 0 ,5 2 0 ,9
Austurland     
2
0 ,9 3 1 ,4 7 3 ,3 2 0 ,9
Suðurland     
1
0 ,7 1 0 ,7 3 2 ,1 1 0 ,7


Fjöldi og hlutfall þeirra sem ekki tóku samræmt próf 1995 í


stærðfræði, íslensku, dönsku og ensku eftir fræðsluumdæmum.



Stærðfræði

Íslenska

Danska

Enska


fjöldi

hlutf.

fjöldi

hlutf.

fjöldi

hlutf.

fjöldi

hlutf.



Reykjavík     
58
3 ,9 58 3 ,9 73 4 ,9 50 3 ,4
Reykjanes     
45
3 ,8 42 3 ,5 52 4 ,3 43 3 ,6
Vesturland     
10
3 ,4 12 4 ,0 13 4 ,3 12 4 ,0
Vestfirðir     
8
4 ,9 6 3 ,7 7 4 ,3 7 4 ,3
Norðurland vestra     
11
5 ,5 10 5 ,0 14 7 ,0 10 5 ,0
Norðurland eystra     
15
2 ,9 15 2 ,9 15 2 ,9 17 3 ,3
Austurland     
11
5 ,5 9 4 ,5 18 9 ,0 9 4 ,5
Suðurland     
9
2 ,5 7 1 ,9 12 3 ,3 19 5 ,2

    Ástæða þess að fjöldi þeirra sem ekki taka próf er meiri 1995 en 1994 er að hluta til sú að prófunum seinkaði mjög vegna verkfalls kennara. Afleiðingar þess voru þær að auk annarra undanþága fengu þeir nemendur undanþágu sem höfðu áætlað að vera erlendis með foreldrum eða á vegum félagasamtaka á þeim tíma sem prófin voru haldin.