Ferill 17. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 17 . mál.


101. Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um glasafrjóvgun.

    Hver er meðalaldur foreldra sem eignast fyrsta barn sitt fyrir tilstilli glasafrjóvgunar hér á landi?
    Meðalaldur kvenna sem fóru í glasafrjóvgun var:

    1991     32,4 ár
    1992     32,8 ár
    1993     33,4 ár
    1994     34,0 ár
    1995     34,5 ár

    Hvorki eru til tölur yfir aldur foreldra við fæðingu barna né tölur yfir aldur mæðra við fæðingu fyrsta barns eftir glasafrjóvgun, en líklegt má telja að meðalaldur kvenna sem fæddu eftir glasafrjóvgun sé sambærilegur við ofangreindar tölur, þ.e. 33 ár á fimm ára tímabili.

    Hver er meðalaldur annarra foreldra við fæðingu fyrsta barns?
    Ekki eru til tölur um meðalaldur foreldra við fæðingu barna. Hins vegar eru til tölur um meðalaldur kvenna við fæðingu og er hann 24,7 ár við fæðingu fyrsta barns og 28,4 ár við fæðingu annarra barna.