Ferill 123. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 123 . mál.


139. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um eftirlit með viðskiptum bankastofnana.

Frá Vilhjálmi Inga Árnasyni.



    Hvernig er háttað eftirliti viðskiptaráðuneytisins með framkvæmd laga um viðskiptabanka og hver er verkaskipting þess og bankaeftirlitsins í því sambandi?
    Hefur ráðuneytið rannsakað eða hlutast til um rannsókn bankaeftirlitsins á viðskiptum Íslandsbanka hf. við fyrirtækið A. Finnsson hf. á Akureyri með tilliti til þess hvort um er að ræða brot á lögum um viðskiptabanka? Sé svo ekki, mun þá ráðuneytið rannsaka eða hlutast til um að viðskipti bankans og fyrirtækisins verði rannsökuð?




























Prentað upp.