Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 142 . mál.


169. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um málefni glasafrjóvgunardeildar.

Frá Guðmundi Árna Stefánssyni.



    Hvað er áætlað að hækka mikið gjöld á sjúklinga sem leita aðstoðar glasafrjóvgunardeildar Ríkisspítalanna með hliðsjón af áætlaðri hækkun sértekna af starfsemi deildarinnar samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1996? Sundurliðunar er óskað.
    Hvers vegna hefur framlagi að upphæð 25 millj. kr., sem samþykkt var í febrúar 1995 af þáverandi ríkisstjórn og verja átti til stækkunar og endurbóta á glasafrjóvgunardeild, ekki verið ráðstafað?
    Má draga þá ályktun af fjárlagafrumvarpinu að ráðherra hafi skipt um skoðun á starfsemi glasafrjóvgunardeildar, sbr. þingsályktunartillögu hans á 118. löggjafarþingi (þskj. 623) um „eflingu glasafrjóvgunardeildar Landspítalans“?
    Er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að tilteknir sjúklingahópar greiði nánast að fullu fyrir alla þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda? Ef svo er, hvaða hópar eru það og hvernig og af hverjum eru þeir valdir?