Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 174 . mál.


217. Frumvarp til laga



um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Vitastofnunar Íslands, Hafnamálastofnunar ríkisins og Siglingamálastofnunar ríkisins í Siglingastofnun Íslands.

(Lagt fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995.)



I. KAFLI

Breytingar á hafnalögum, nr. 23/1994.

1. gr.

    1. gr. laganna orðast svo:
    Um yfirstjórn hafnamála fer eftir lögum um Siglingastofnun Íslands.
    

2. gr.

    2.–6. gr. laganna falla brott og breytist greinatala í lögunum til samræmis við það.
    

3. gr.

    Í stað orðsins „Hafnamálastofnun“ í 15. gr., 1. mgr. 18. gr., 20. gr., 2. og 3. mgr. 22. gr., 1. mgr. 27. gr. og 1. mgr. 29. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
    Í stað orðsins „Hafnamálastofnuninni“ í 2. og 3. mgr. 16. gr., 2. mgr. 17. gr. og 2. mgr. 29. gr. laganna kemur: Siglingastofnun.
    Í stað orðanna „Hafnamálastofnunar ríkisins“ í 1. mgr. í 22. gr. og 36. gr. laganna kemur: Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „Hafnamálastofnunar“ í 2. mgr. 22. gr., 3. og 4. tölul. 1. mgr. 24. gr. og 1. mgr. 33. gr. laganna kemur: Siglingastofnunar.
    Í stað orðsins „hafnamálastjóra“ í 3. mgr. 24. gr., 3. tölul. 1. mgr. 25. gr., laganna kemur: forstjóra Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „hafnamálastjóri“ í 1. og 2. mgr. 5. gr. og 4. mgr. 29. gr. laganna kemur: forstjóri Siglingastofnunar Íslands.
    

II. KAFLI

Breytingar á lögum um vitamál, nr. 56/1981, með síðari breytingum.

4. gr.

    1. gr. laganna orðast svo:
    Um yfirstjórn vitamála fer eftir lögum um Siglingastofnun Íslands.
    

5. gr.

    2.–6. gr. laganna fellur brott og breytist greinatala í lögunum til samræmis við það.
    

6. gr.

    Í stað orðanna „Vitastofnun Íslands“ í 5., 6., 7. og 8. mgr. 7. gr., 8. gr., 1. og 3. mgr. 13. gr., 3. mgr. 14. gr. og 15. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
    Í stað orðsins „Vitastofnunar Íslands“ í 5. og 7. mgr. 7. gr., 10. gr., 3. mgr. 13. gr. og 1. og 2. mgr. 14. gr. laganna kemur: Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „Vitastofnunin“ í 6. mgr. 7. gr. laganna kemur: Siglingastofnunin.
    Í stað orðsins „Vitastofnunar“ í 7. mgr. 7. gr. laganna kemur: Siglingastofnunar.
    

7. gr.

    16. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra er heimilt að setja reglugerð til nánari skýringa á lögum þessum.
    

III. KAFLI

Breytingar á lögum um leiðsögu skipa, nr. 34/1993, með síðari breytingum.

8. gr.

    Í stað orðanna „Vitastofnun Íslands“ í 1. gr. og 1. og 4. mgr. 3. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
    Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
    

IV. KAFLI

Breytingar á lögum um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.

9. gr.

    Í stað orðsins „Siglingamálastofnunar“ í 1. mgr. 6. gr., 1. mgr. 7. gr., 2. mgr. 10. gr., 4. mgr. 15. gr., 1. mgr. 17. gr., 2., 4. og 5. mgr. 18. gr., 19. gr., 20. gr. og 22. gr. laganna kemur: Siglingastofnunar.
    Í stað orðsins „Siglingamálastofnun“ í 1. mgr. 6. gr., 2. mgr. 11. gr., 2. og 3. tölul. 1. mgr. 12. gr., 3. mgr. 15. gr., 3. og 6. mgr. 18. gr., 3. mgr. 26. gr. og 3. mgr. 28. gr. laganna kemur: Siglingastofnun.
    Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 1. mgr. 6. gr., 2. mgr. 13. gr., 2. mgr. 17. gr., 1. mgr. 18. gr. og 1. mgr. 28. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
    Í stað orðanna „Siglingamálastofnunar ríkisins“ í 1. mgr. 7. gr., 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: Siglingastofnunar Íslands.
    

10. gr.

    Í stað orðsins „siglingamálastjóri“ í 1. mgr. 8. gr., 1. mgr. 14. gr., 1. mgr. 15. gr., 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: forstjóri Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „siglingamálastjóra“ í 1. málsl. 2. mgr. 10. gr., 1. mgr. 15. gr. og 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: forstjóra Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „Siglingamálastjóra“ í 2. málsl. 2. mgr. 10. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: Forstjóra Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „Siglingamálastjóri“ í 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: Forstjóri Siglingastofnunar Íslands.
    

V. KAFLI

Breytingar á lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985, með síðari breytingum.

11. gr.

    Í stað orðsins „Siglingamálastjóri“ í 2. mgr. 3. gr., 2. mgr. 5. gr., 3. og 6. mgr. 6. gr., 7. gr. og 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: Forstjóri Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „Siglingamálastjóra“ í 2. mgr. 19. gr. laganna kemur: Forstjóra Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „Siglingamálastofnun“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Siglingastofnun.
    Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
    Í stað orðsins „Siglingamálastofnunin“ í 2. mgr. 5. gr., 5. mgr. 6. gr., 1.–3. mgr. 13. gr., 16. gr. og 17. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
    

12. gr.

    Í stað orðsins „Siglingamálastofnuninni“ í 1. og 2. mgr. 6. gr., 4. mgr. 9. gr., 2. mgr. 10. gr., 1. og 2. mgr. 12. gr., 1. mgr. 13. gr., 14. gr. og 3. mgr. 15. gr. laganna kemur: Siglingastofnuninni.
    Í stað orðsins „siglingamálastjóra“ í 6. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 18. gr. laganna kemur: forstjóra Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „siglingamálastjóri“ í 2. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: forstjóri Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „Siglingamálastofnunarinnar“ í 1. mgr. 23. gr. laganna kemur: Siglingastofnunarinnar.
    

VI. KAFLI

Breytingar á lögum um skipamælingar, nr. 50/1970, með síðari breytingum.

13. gr.

    Í stað orðsins „siglingamálastjóra“ í 3. mgr. 2. gr., 4. gr. og 15. gr. laganna kemur: forstjóra Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „siglingamálastjóri“ í 4. og 8. gr. laganna kemur: forstjóri Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðsins „Siglingamálastjóri“ í 9. gr. laganna kemur: Forstjóri Siglingastofnunar Íslands.
    

VII. KAFLI

Breytingar á lögum um varnir gegn mengun sjávar,

nr. 32/1986, með síðari breytingum.

14. gr.

    Í stað orðanna „Siglingamálastofnunar ríkisins“ í 2. og 3. mgr. 10. gr., 1. mgr. 13. gr., 1. mgr. 14. gr., 22. gr. og 24. gr. laganna kemur: Siglingastofnunar Íslands.
    Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 17., 18., 20. og 21. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
    Í 17. gr. falla brott orðin „og Hafnamálastofnun ríkisins“.
    

VIII. KAFLI

Breytingar á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.

15. gr.

    Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 1.–4. mgr. 220. gr., 2. mgr. 221. gr., 222. gr., 223. gr. og 5.–8. mgr. 226. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
    Í stað orðsins „Siglingamálastofnun“ í 3. mgr. 227. gr. og 228. gr. laganna kemur: Siglingastofnun.
    Í stað orðanna „Siglingamálastofnunar ríkisins“ í 4. mgr. 230. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.

16. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

    Frumvarp þetta er fylgifrumvarp með frumvarpi til laga um Siglingastofnun Íslands. Með þessu frumvarpi er ákvæðum ýmissa sérlaga breytt með hliðsjón af þeim breytingum sem frumvarp til laga um Siglingastofnun Íslands hefur í för með sér verði það að lögum.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

    Hér er miðað við að um yfirstjórn hafnamála fari eftir lögum um Siglingastofnun Íslands. Í 1. gr. frumvarps til laga um Siglingastofnun Íslands er miðað við að samgönguráðherra fari með yfirstjórn hafnamála, nema annað sé ákveðið í öðrum lögum. Er það í samræmi við 1. gr. hafnalaga, nr. 23/1994.
    

Um 2. gr.

    Hér er miðað við að 2.–6. gr. hafnalaga, nr. 23/1994, falli brott og að greinatala laganna breytist til samræmis við það. 2. og 3. gr. laganna kveður á um skipun og verkefni hafnaráðs, en í frumvarpi til laga um Siglingastofnun Íslands er kveðið á um þetta í 4. og 5. gr.

Um 3. gr.

    Hér er breytt heitum stofnana í hafnalögum, þ.e. í stað Hafnamálastofnunar kemur Siglingastofnun Íslands.
    

Um 4. gr.

    Hér er miðað við að um yfirstjórn vitamála fari eftir lögum um Siglingastofnun Íslands. Í 1. gr. frumvarps til laga um Siglingastofnun Íslands er miðað við að samgönguráðherra fari með yfirstjórn vitamála, nema annað sé ákveðið í öðrum lögum. Er það í samræmi við 1. gr. laga um vitamál, nr. 56/1981.
    

Um 5. gr.

    Hér er miðað við að 2.–6. gr. laga um vitamál, nr. 56/1981, falli brott og að greinatala laganna breytist til samræmis við það. 2. og 3. gr. laganna kveður á um verkefni Vitastofnunar Íslands, en í frumvarpi til laga um Siglingastofnun Íslands er kveðið á um verkefni Siglingastofnunar Íslands í 2. gr. Þar er byggt á því að Siglingastofnun Íslands hafi þau verkefni með höndum sem Vitastofnun Íslands hefur annast. Í 4.–6. gr. laga um vitamál er fjallað um vitanefnd og verkefni hennar. Gert er ráð fyrir að vitanefnd verði lögð niður og siglingaráð taki við verkefnum hennar, sbr. 6. gr. frumvarps til laga um Siglingastofnun Íslands.
    

Um 6. gr.

    Hér er breytt heitum stofnana í lögum um vitamál, þ.e. í stað Vitastofnunar Íslands og Siglingamálastofnunar ríkisins kemur Siglingastofnun Íslands.
    

Um 7. gr.

    Hér er miðað við að samgönguráðherra geti sett reglugerð um frekari útfærslu á lögum um vitamál, nr. 56/1981, með síðari breytingum.

Um 8. gr.

    Hér er breytt heitum stofnana í lögum um leiðsögu skipa, nr. 34/1993, þ.e. í stað Vitastofnunar Íslands og Siglingamálastofnunar ríkisins kemur Siglingastofnun Íslands. Í 3. gr. frumvarps til laga um Siglingastofnun Íslands er byggt á því að stofnunin annist framkvæmd laga um leiðsögu skipa.
    

Um 9. gr.

    Hér er breytt heitum stofnana í lögum um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, þ.e. í stað Siglingamálastofnunar ríkisins kemur Siglingastofnun Íslands. Í frumvarpi til laga um Siglingastofnun Íslands er kveðið á um verkefni Siglingastofnunar Íslands í 3. gr. Þar er byggt á því að Siglingastofnun Íslands hafi þau verkefni með höndum sem Siglingamálastofnun ríkisins annast nú.
    

Um 10. gr.

    Hér er breytt nafni yfirmanns stofnana þegar þeirra er getið í lögum um eftirlit með skipum, þ.e. í stað siglingamálastjóra kemur forstjóri Siglingastofnunar Íslands.
    

Um 11. gr.

    Hér er breytt heitum stofnana í lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985, þ.e. í stað Siglingamálastofnunar ríkisins kemur Siglingastofnun Íslands. Í frumvarpi til laga um Siglingastofnun Íslands er kveðið á um verkefni Siglingastofnunar Íslands í 3. gr. Þar er byggt á því að Siglingastofnun Íslands hafi þau verkefni með höndum sem Siglingamálastofnun ríkisins annast nú.
    Þá er jafnframt breytt nafni yfirmanns stofnana þegar þeirra er getið í lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985, þ.e. í stað siglingamálastjóra kemur forstjóri Siglingastofnunar Íslands.

Um 12. gr.

    Um greinina vísast til athugasemda við 11. gr.
    

Um 13. gr.

    Hér er breytt heiti yfirmanns stofnana þegar þeirra er getið í lögum um skipamælingar, nr. 50/1970, þ.e. í stað siglingamálastjóra kemur forstjóri Siglingastofnunar Íslands.
    

Um 14. gr.

    Hér er breytt heitum stofnana í lögum um varnir gegn mengun sjávar, nr. 32/1986, þ.e. í stað Siglingamálastofnunar ríkisins kemur Siglingastofnun Íslands. Í frumvarpi til laga um Siglingastofnun Íslands er kveðið á um verkefni Siglingastofnunar Íslands í 3. gr. Þar er byggt á því að Siglingastofnun Íslands hafi þau verkefni með höndum sem Siglingamálastofnun ríkisins annast nú.
    

Um 15. gr.

    Hér er breytt heitum stofnana í siglingalögum, nr. 34/1985, þ.e. í stað Siglingamálastofnunar ríkisins kemur Siglingastofnun Íslands. Í frumvarpi til laga um Siglingastofnun Íslands er kveðið á um verkefni Siglingastofnunar Íslands í 3. gr. Þar er byggt á því að Siglingastofnun Íslands hafi þau verkefni með höndum sem Siglingamálastofnun ríkisins annast nú.
    

Um 16. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringar.