Ferill 186. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 186 . mál.


231. Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um meðferð kynferðis- og sifskaparbrota.

Frá Drífu Sigfúsdóttur.


    Hvað hafa gengið margir dómar í kynferðis- og sifskaparmálum sl. tíu ár?
    Hvernig féllu dómar í þessum málum
         
    
    hve mörg prósent ákærðra voru sakfelld,
         
    
    hver var refsing þeirra er voru fundnir sekir?
    Er að finna viðurlög í lögum við slíkum brotum sem ekki hafa verið nýtt?
    Hvaða reglur gilda hjá lögreglu og heilbrigðisstéttum um meðferð rannsóknar á meintum kynferðis- og sifskaparbrotum?
    Telur ráðherra að hægt sé að bæta vinnubrögð við rannsóknir slíkra mála, t.d. með setningu einhvers konar verklagsreglna?