Ferill 151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 151 . mál.


265. Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur um kostnað við læknisaðgerðir erlendis á íslenskum börnum.

    Hve mörg íslensk börn hafa árlega verið send í læknisaðgerðir til annarra landa sl. fimm ár?
    Fjöldi barna og unglinga 18 ára og yngri, sem send hafa verið til læknismeðferðar erlendis, er eftirfarandi:
                    Ár          Alls
                   1990           45
                   1991           61
                   1992           54
                   1993           33
                   1994           51

    Um hvers konar læknisaðgerðir var að ræða og hve lengi voru börnin og aðstandendur erlendis?
    Helstu tegundir meðferðar eru þessar: hjartaaðgerðir, meðferð vegna augnsjúkdóma, bæklunarsjúkdóma, nýrnasjúkdóma, afleiðinga slysa, valbrár, líffæraflutningar.
    Dvalartími fer aðallega eftir því um hvers konar meðferð er að ræða en getur þó vitaskuld verið einstaklingsbundinn. Meðaldvalartími hefur reynst eftirfarandi:
                    Aðgerð
Dagar

                   hjartaaðgerð
10

                   mergflutningur
120

                   nýrnaígræðsla
40


    Hvaða reglur gilda um kostnaðarhlutdeild í
         
    
    læknismeðferð erlendis og á ferðum milli landa,

         
    
    ferðakostnaði, uppihaldi og vinnutapi aðstandenda í slíkum tilfellum?
    a. Tryggingastofnun greiðir fargjald fram og til baka fyrir barnið, allan kostnað við rannsóknir, skurðaðgerð og aðra meðferð og dagpeninga vegna uppihalds barns, ef það þarf að dvelja utan sjúkrahúss um tíma.
    Dagpeningar vegna uppihalds barns eru eftirfarandi (miðað við dvöl í Svíþjóð eða Bretlandi):
                    Aldur     

SDR á sólarhring


                   0–3 ára

28


                   4–11 ára

56


                   12 ára og eldri

112


    Eftir þriggja mánaða dvöl skerðast þessar greiðslur um fjórðung.
    b. Tryggingastofnun greiðir fargjald fram og til baka fyrir fylgdarmann og dagpeninga vegna uppihaldskostnaðar. Dagpeningar eru 112 SDR á sólarhring en skerðast um fjórðung eftir þriggja mánaða dvöl.
    Reglurnar miða að því að gera fjárhagslegar aðstæður sjúklings og fylgdarmanns eins og ef unnt hefði verið að veita meðferð í Reykjavík. Í almannatryggingakerfinu eru engar reglur um bætur til foreldra vegna tímabundins vinnutaps sem orsakast af veikindum barna, hvort sem foreldrið er statt innan lands eða utan. Ef um langvarandi veikindi barns er að ræða koma umönnunarbætur hins vegar til greina.

    Hafa reglur um kostnaðarhlutdeild breyst sl. fimm ár og þá hvernig?
    Reglur um kostnaðarhlutdeild hafa verið óbreyttar sl. fimm ár, nema hvað réttur til greiðslu fyrir fylgdarmann unglings var aukinn árið 1990, þannig að aldursmörk voru færð úr 16 í 18 ára aldur.

    Hver var meðalkostnaður við einstök börn sl. fimm ár sem kom í hlut
         
    
    íslenska heilbrigðiskerfisins,

         
    
    foreldra?
    a. Meðalkostnaður íslenska heilbrigðiskerfisins vegna hjartaaðgerða og nýrnaígræðslu barna sl. fjögur ár er eftirfarandi:
                    Ár

Hjartaaðgerðir

Nýrnaígræðsla


                        

kr.

kr.


                   1991

1.732.625

954.785


                   1992

2.124.663

2.407.807


                   1993

1.582.460

3.693.375


                   1994

2.400.439

4.558.153


    b. Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um kostnað sem foreldrar verða fyrir og ekki kemur til kasta almannatryggingakerfisins.

    Er fyrirhugaður aukinn stuðningur við aðstandendur sem fara með börn sín í læknisaðgerðir til útlanda?
    Eins og fram kemur í svari við liðum 3 og 4 er stuðningur við foreldra sem fara með börn sín í læknisaðgerðir til útlanda töluverður. Eigi að auka þann stuðning þarf einnig, til að gæta samræmis, að huga að stuðningi við foreldra utan af landi sem eru með börn sín til meðferðar í Reykjavík eða á Akureyri. Ákveðið hefur verið að hefja vinnu við endurskoðun almannatryggingalaga og munu þessi mál þá koma til athugunar.