Ferill 213. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 213 . mál.


274. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



    Við hvaða lagaheimild styðst sú regla sem kemur fram í úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (1.3.2 Sérnám) að námsmenn þurfi að hafa náð 20 ára aldri til að fá lán til sérnáms erlendis?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.


    Þegar frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna var lagt fram á Alþingi veturinn 1991–92 var í 2. gr. frumvarpsins lagt til að lán til sérnáms væru bundin því skilyrði að námsmaður hefði náð 20 ára aldri. Í meðförum Alþingis var frumvarpsgreininni breytt og aldursskilyrðið fellt brott. Engu að síður er slíkt skilyrði enn í úthlutunarreglum Lánasjóðsins. Nemendur, sem eru yngri en 20 ára og eru í sérnámi erlendis sem ekki er hægt að stunda hér á landi, hafa því fengið synjun um lán á grundvelli 20 ára reglunnar. Erfiðleikar þessara nemenda eru tilefni fyrirspurnarinnar.




















Prentað upp.