Ferill 182. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 182 . mál.


291. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar um þróun ríkisframlags til rannsóknastofnana.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver hefur verið þróun ríkisframlags til rannsóknastofnana frá 1989
    miðað við fast verðlag fjárlagafrumvarps 1996 og
    miðað við 100 árið 1989?


    Flestar stofnanir hér á landi sem fást við rannsóknir hafa einnig þjónustu-, fræðslu- og ráðgjafarhlutverk. Rannsóknarþátturinn er í fæstum tilvikum skýrt afmarkaður í fjárlögum og ríkisreikningi. Í fyrirspurninni kemur ekki fram við hvaða rannsóknastofnanir er átt. Í svarinu er valin sú leið að gera grein fyrir framlögum til 19 ríkisstofnana sem fást að stórum hluta við rannsóknir. Í heildina fá stofnanirnar álíka hátt framlag í fjárlagafrumvarpi 1996 og þær fengu árið 1989, miðað við fast verðlag, samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjölum. Frávikið ræðst af því hvaða viðmiðun er valin.
    Framlög til rannsóknastofnana eru aðeins hluti af framlögum ríkisins til rannsókna. Auk þess að leggja rannsóknastofnunum til fé, leggur ríkið fé í nokkra vísinda- og rannsóknasjóði, styrkir ýmis rannsóknaverkefni beint og fjármagnar að hluta til rannsóknir á vegum háskóla. Skoða verður framlögin í samhengi. Sú aðferð að veita fé til vísinda- og rannsóknasjóða sem rannsóknastofnanir og vísindamenn sækja í er af vísindasamfélaginu sjálfu talin fela í sér margt jákvætt, m.a. að betra mat fæst á verkefni og rannsóknaraðferðir. Framlög í rannsóknasjóði hafa hækkað verulega frá árinu 1989 (sjá fylgiskjöl) þannig að þegar litið er á rannsóknasjóði og rannsóknastofnanir í heild er um töluverða hækkun að ræða.



Fylgiskjal I.


Framlög til rannsóknasjóða og rannsóknastofnana (1989 = 100).




(repró, 1 síða)





Fylgiskjal II.


Framlög til rannsóknasjóða og rannsóknastofnana (1989–96).




(repró, 2 síður)