Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 216 . mál.


292. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um bifreiðagjald.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Hverjar voru tekjur ríkisins af bifreiðagjaldi árin 1993 og 1994?
    Af hve mörgum ökutækjum voru tekin skráningarmerki árin 1993 og 1994 vegna vangoldins bifreiðagjalds?
    Hve margar bifreiðar voru seldar á opinberu uppboði vegna vanskila á bifreiðagjaldi árin 1993 og 1994?
    Hver var áætlaður kostnaður við innheimtu bifreiðagjalds árin 1993 og 1994?
    Hversu mikið þyrfti verð á bensínlítra og lítra af dísilolíu að hækka til að ríkissjóður fengi sömu tekjur og hann hefur af bifreiðagjaldi nú?
    Hver væri áætlaður innheimtukostnaður ef farin væri sú leið sem getið er um í 5. lið?


Skriflegt svar óskast.