Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 222 . mál.


302. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um símahleranir.

Frá Svavari Gestssyni.



    Hvaða lagaákvæði hafa gilt eða gilda um símahleranir hér á landi?
    Hversu oft hafa heimildir verið veittar til símahlerana á ári undanfarin tíu ár og hve mörg símanúmer hafa verið hleruð?
    Í hve langan tíma hafa heimildirnar verið veittar
         
    
    lengst,
         
    
    að meðaltali?
    Eru einhver dæmi um aðrar símahleranir á vegum ráðuneytanna en þær sem að framan eru nefndar?
    Hefur utanríkisráðuneytið látið stunda símahleranir? Ef svo er, hverjar og af hvaða tilefni?


Skriflegt svar óskast.