Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 223 . mál.


303. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um upptökumannvirki til skipaviðgerða.

Frá Ólafi Erni Haraldssyni.



    Hefur ríkissjóður á sl. fjórum árum tekið þátt í kaupum eða viðhaldi á eldri hafnar- eða upptökumannvirkjum?
    Hefur verið gerð greining á þörfum fyrir upptökumannvirki til skipaviðgerða? Liggur slík greining til grundvallar við núverandi forgangsröð og áætlanagerð um upptökumannvirki?
    Hafa fjárveitingar ríkisins til upptökumannvirkja, til skipasmíða og skipaviðgerða á sl. fimm árum skekkt eðlilega samkeppnisstöðu fyrirtækja í skipaviðgerðum í landinu?
    Hefur verið unnið í samræmi við niðurstöður skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins A&P Appledore International Ltd., sem var unnin fyrir iðnaðarráðuneytið 1989, en í þeirri skýrslu var varað við frekari fjárfestingum í upptökumannvirkjum í landinu? Gilda þær enn um hagkvæmni skipasmíðaiðnaðarins í landinu?