Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 1 . mál.


419. Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1996.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



Þús. kr.

    Við 4. gr. 14-201 Náttúruverndarráð. 110 Þjóðgarðar og friðlýst svæði.
    Fyrir „36.800“ kemur     
42.800


Greinargerð.


    Tillagan varðar verkefni sem Náttúruverndarráð telur nauðsynlegt að framkvæma á árinu 1996. Verkefni þessi tengjast verndaráætlun fyrir þjóðgarðana í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli, skipulagi friðlands á Lónsöræfum, rannsóknum á hverasvæðinu við Geysi og á Hveravöllum, skipulagi friðlýsts svæðis við Búðir á Snæfellsnesi, friðlandi í Vatnsfirði og merkingum á mörgum friðlýstum svæðum.
    Upphæðin er lækkuð frá því sem var í tillögu sem flutt var við 2. umræðu.