Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 256 . mál.


433. Tillaga til þingsályktunar



um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Litáens.

Frá utanríkismálanefnd.



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA-ríkja og Litáens sem gerður var í Zermatt 7. desember 1995.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Hinn 7. desember 1995 var undirritaður í Zermatt í Sviss fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkja og Litáens. Áður höfðu einstök EFTA-ríki gert tvíhliða fríverslunarsamninga við Litáen. Er fríverslunarsamningurinn milli EFTA-ríkja og Litáens í öllum aðalatriðum samhljóða tvíhliða samningunum, sem áður höfðu verið gerðir.
    Samningurinn kveður á um fríverslun milli EFTA-ríkja og Litáens með iðnaðarvörur (25.–97. kafli í samræmdri vörulýsingar- og vöruheitaskrá). Einnig nær samningurinn til fisks og fiskafurða, sbr. II. viðauka samningsins, og til vara sem unnar eru að hluta til eða öllu leyti úr landbúnaðarvörum (Bókun A). Fyrir vissar iðnaðarvörur fær Litáen aðlögunartíma fyrir niðurfellingu tolla.
    Einnig gildir aðlögunartími fyrir niðurfellingu tolla á vissum fiskafurðum frá Íslandi. Er sá aðlögunartími heldur styttri en í tvíhliða samningnum, eða 7 ár fyrir saltaðan, reyktan og þurrkaðan fisk og 8 ár fyrir niðursoðinn fisk. Tollfrjáls innflutningskvóti fyrir saltsíld frá Íslandi verður 340 tonn fyrsta ár samningsins. Fer sá kvóti stækkandi. Tollur á öðrum fiskafurðum frá Íslandi fellur niður strax við gildistöku samningsins.
    Fríverslunarsamningur EFTA-ríkja og Litáens er birtur sem fylgiskjal með þingsályktunartillögu þessari.


Samningur milli Efta-ríkjanna


og lýðveldisins Litáens.





(21 síða mynduð. Athugið pdf-skjalið)




..........



    Auk samningsins voru prentuð með þingsályktunartillögunni eftirtalin gögn:
    I. viðauki sem um getur í a-lið 2. gr. Gildissvið.
    Bókun A, um vörur sem um getur í b-lið 2. gr. Gildissvið.
    II. viðauki sem um getur í c-lið 2. gr. Gildissvið.
    Bókun B, um upprunareglur.
    Bókun C sem um getur í 6. gr. Fjáröflunartollar.
    III. viðauki sem um getur í 3. mgr. 4. gr.
    IV. viðauki sem um getur í 2. mgr. 8. gr. Magntakmarkanir á innflutningi eða útflutningi og ráðstafanir sem hafa samsvarandi áhrif.
    Bókun D, um einokun sem stendur óbreytt við gildistöku samningsins þrátt fyrir 10. gr.
    V. viðauki sem um getur í 16. gr. Vernd hugverka.
    VI. viðauki um túlkun 18. gr.
    VII. viðauki, reglur um túlkun 3. mgr. 18. gr. samnings Efta-ríkjanna og Litáens.
    VIII. viðauki, stofnun og starfsemi gerðardómstóls.
    Bókun E, um þá meðferð sem Liechtenstein og Sviss er heimilt að beita gagnvart innflutningi tiltekinna framleiðsluvara er falla undir áætlun um lögboðinn varaforða.
    Bókun F, yfirráðasvæði þar sem samningurinn gildir.
    Sameiginleg yfirlýsing lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Litáens.
    Einhliða yfirlýsing.
    Bókun um samkomulag varðandi samning milli Efta-ríkjanna og lýðveldisins Litáens.
    Samningurinn á ensku ásamt viðaukum og bókunum.
    Um þessi gögn vísast til þingskjalsins ( lausaskjalsins). Einnig verður samningurinn prentaður í C-deild Stjórnartíðinda ásamt bókunum og viðaukum.