Ferill 257. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 257 . mál.


434. Tillaga til þingsályktunar



um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Lettlands.

Frá utanríkismálanefnd.



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA-ríkja og Lettlands sem gerður var í Zermatt 7. desember 1995.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Hinn 7. desember 1995 var undirritaður í Zermatt í Sviss fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkja og Lettlands. Áður höfðu einstök EFTA-ríki og Lettland gert með sér tvíhliða fríverslunarsamninga. Fríverslunarsamningurinn milli EFTA-ríkja og Lettlands er í öllum aðalatriðum samhljóða tvíhliða samningunum, sem áður höfðu verið gerðir.
    Samningurinn kveður á um fríverslun milli EFTA-ríkja og Lettlands með iðnaðarvörur (25.–97. kafli í samræmdri vörulýsingar- og vöruheitaskrá). Einnig nær samningurinn til fisks og fiskafurða, sbr. II. viðauka samningsins, og til vara sem að hluta til eða að öllu leyti eru unnar úr landbúnaðarvörum (Bókun A).
    EFTA-ríkin og Lettland afnema alla innflutningstolla á iðnaðarvörum, sem upprunnar eru í þessum löndum, og gjöld, sem hafa samsvarandi áhrif, frá og með gildistöku fríverslunarsamningsins. Hið sama gildir um fisk og fiskafurðir með þeirri undantekningu að Lettland fær fjögra ára aðlögunartíma til þess að fella niður tolla á nokkrum fiskafurðum frá Íslandi. 200 tonna árlegur tollfrjáls saltsíldarkvóti tekur gildi strax við gildistöku fríverslunarsamningsins.
    Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Lettlands er birtur sem fylgiskjal með þingsályktunartillögu þessari.




Samningur milli Efta-ríkjanna


og Lettlands.





(310 síður.)