Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 161 . mál.


520. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndals um greiðslubyrði af lánum ríkissjóðs.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver verður árleg verg greiðslubyrði af öllum lánum ríkissjóðs á næstu árum og hvað er hún hátt hlutfall af tekjuskatti einstaklinga samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1996?

    Eftirfarandi tafla sýnir verga greiðslubyrði af lánum ríkissjóðs í millj. kr. yfir tíu ára tímabil:

Íslensk lán

Ríkisbréf,


Erlend

önnur en

ríkisvíxlar,

Spari-


Ár

lán

markaðsbr.

veltilán

skírteini

Samtals



1996          
16.286
2.085 5.958 10.300 34.629
1997          
16.264
1.566 8.065 25.895
1998          
14.183
1.014 1.518 8.798 25.513
1999          
22.291
730 14.855 37.876
2000          
10.063
356 767 35.722 46.908
2001          
4.004
109 1.302 5.415
2002          
18.036
109 2.856 21.001
2003          
12.967
108 8.079 21.154
2004          
15.201
108 3.277 18.586
2005          
13.998
107 878 14.983
Samtals     
143.293
6.292 8.243 94.132 251.960

    Forsendur þeirra upplýsinga sem fram koma í töflunni eru sem hér segir:
    Verðlag og gengi er miðað við nóvember 1995.
    Breytilegir vextir eru miðaðir við nóvember 1995.
    Gert er ráð fyrir að flokkar spariskírteina með vexti yfir 5,5% séu greiddir á lokagjalddaga en flokkar með vöxtum þar undir séu greiddir á fyrsta gjalddaga. Þetta gildir fyrir svokallaða A-flokka spariskírteina, en þeir eru með annan binditíma en lokagjalddaga.
    Gert er ráð fyrir í þessu yfirliti að þeir flokkar, sem heimilt er fyrir ríkissjóð að innkalla, komi til greiðslu á lokagjalddaga þar sem þeir eru allir með hærri vexti en áður er getið. Þessir flokkar koma fram í greiðslubyrði á árinu 2000.
    Vextir af ríkisvíxlum og erlendum veltilánum eru tilgreindir fyrir árið 1996 en ekki önnur ár, enda ekki gerð vaxtaáætlun nema fyrir eitt ár í einu.
    Samkvæmt fjárlögum 1996 er nettótekjuskattur einstaklinga áætlaður 17,3 milljarðar kr. Áætluð greiðslubyrði, þ.e. vextir og afborganir, eru 34,6 milljarðar kr. Hlutfall greiðslubyrði af tekjuskatti er 200% eða 100% hærra en árlegar tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga.