Ferill 311. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 311 . mál.


552. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um ómskoðanir.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.



    Hversu margar ómskoðanir á konum (framkvæmdar hjá kvensjúkdómalæknum á stofum) voru greiddar af Tryggingastofnun á síðasta ári?
    Hvaða reglur gilda um ómskoðanir kvensjúkdómalækna á eigin stofum?
    Telur ráðherra að sá kvóti, sem settur hefur verið á ómskoðanir á stofum, dugi til að tryggja nauðsynlegar rannsóknir og forvarnir?