Ferill 326. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 326 . mál.


574. Fyrirspurn


til fjármálaráðherra um sveigjanlegan vinnutíma í ráðuneytum og öðrum ríkisstofnunum.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur.


    Hvernig hefur verið staðið að því í ráðuneytum og öðrum ríkisstofnunum að gefa starfsfólki möguleika á sveigjanlegum vinnutíma sem geri því kleift að samrýma atvinnuþátttöku sína og fjölskylduábyrgð, sbr. Framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til þess að ná fram jafnrétti kynjanna frá 7. maí 1993, lið A.5?
    Hve margir starfsmenn hafa nýtt sér sveigjanlegan vinnutíma í einstökum ráðuneytum og ríkisstofnunum þar sem slíkt er í boði? Hvernig er skipting þessara starfsmanna eftir kynferði?
    Hvaða áhrif hefur sveigjanlegur vinnutími á launagreiðslur, yfirvinnumöguleika og önnur kjaramál?


Skriflegt svar óskast.