Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 294 . mál.


589. Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar um kostnað við umönnun aldraðra.

    Hver er kostnaður á dag við heimahjúkrun aldraðra með tilliti til heildarkostnaðar sl. þriggja ára?
    Meðalkostnaður við heimahjúkrun samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslustöðvum sem annast heimahjúkrun var á árinu 1994 1.200 kr. við hverja heimsókn. Innifalin í þeirri upphæð er sú þjónusta sem veitt er einstaklingnum, þ.e. almenn hjúkrun.
    Innifalin upphæðinni eru hins vegar ekki:
     Útgjöld ríkisins:
         Læknisþjónusta; þak lífeyrisþega í læknisþjónustu er 3.000 kr. á ári.
         Lyfjakostnaður; verulega niðurgreiddur fyrir ellilífeyrisþega.
         Tannlækningar; 50% niðurgreiðsla.
         Hjálpartæki; veittar voru 88 m.kr. í hjálpartæki fyrir ellilífeyrisþega árið 1991.
         Rannsóknar- og röntgenþjónusta; niðurgreidd.
     Útgjöld sveitarfélaga:
         Heimilishjálp; tekjutengd.
         Heimsendur matur; niðurgreiddur.

    Hver er sambærilegur kostnaður á dag við umönnun aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum?

    Daggjaldastofnanir fá greitt fyrir hvern legudag samkvæmt daggjaldataxta daggjaldastofnana en stofnanir á föstum fjárlögum hafa til umráða framlög samkvæmt fjárlögum og er þar hægt að finna meðalkostnað á dag, ýmist miðað við rúmafjölda eða legudagafjölda.

Krónur á dag



Daggjaldastofnanir:
Dvalarheimili     
2.639

Hjúkrunarheimili     
4.274–6.119

Stofnanir á föstum fjárlögum:
Hjúkrunarheimili     
5.000–6.600

Sjúkrahús     
7.000–10.000


    Innifalið kostnaði er öll þjónusta sem talin er upp í 1. lið í svari við 1. spurningu.

—    Þess ber að gæta í samanburði milli mismunandi úrræða að stofnkostnaður dvalar- og hjúkrunarheimila getur verið 5–8 m.kr.
—    Um er að ræða raunverulegan kostnað í báðum tilvikum. Ef hins vegar er litið til hver útgjöld ríkisins eru í báðum liðum verður að taka tillit til þess að greiðsluþátttaka vistmanna og hjúkrunarsjúklinga á stofnunum er veruleg þar sem ellilífeyrir einstaklinganna rennur upp í kostnað. Einstaklingar í heimahúsum halda hins vegar sínum greiðslum óskertum frá lífeyristryggingum Tryggingastofnunar, þ.e. eins og lög gera ráð fyrir. Útgjöld ríkisins lækka því sem nemur greiðsluþátttöku vistmanna þegar litið er á rekstrarkosnað dvalar- og hjúkrunarheimila.
—    Í skýrslu um heimahjúkrun frá árinu 1995 er gerður samanburður milli heimahjúkrunar og stofnana og farið yfir ýmsa þætti sem geta haft áhrif á niðurstöður útreikninga.