Ferill 106. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 106 . mál.


676. Breytingartillögur



við frv. til l. um gatnagerðargjald.

Frá félagsmálanefnd.



    Við 1. gr. Orðin „eftir nánari ákvæðum reglugerðar sem félagsmálaráðherra setur“ í 2. mgr. falli brott.
    Við 2. gr. Greinin verði svohljóðandi:
                  Gatnagerðargjaldi skv. 1. gr. skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu, svo sem til að undirbyggja götur með tilheyrandi lögnum, meðal annars vegna götulýsingar, og leggja bundið slitlag, gangstéttir, umferðareyjar og þess háttar þar sem gert er ráð fyrir því í skipulagi.
    Við 6. gr.
         
    
    Í stað „o.fl.“ í 1. mgr. komi: og endurgreiðslu þess skv. 1. gr.
         
    
    Í stað orðanna „og innheimtu gjalds“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: gjaldsins, innheimtu þess og hvað er innifalið í gjaldinu“.
    Við 7. gr. 1. málsl. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1997.
    Við ákvæði til bráðabirgða. Í stað orðanna „hafnar eru fyrir gildistöku laga þessara, enda verði þeim framkvæmdum lokið innan fimm ára“ í fyrri málslið fyrri töluliðar komi: lokið er við innan tíu ára.