Ferill 396. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 396 . mál.


696. Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um þorskeldi.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



    Hvaða skilyrði af hálfu hins opinbera þarf að uppfylla til að heimilt sé að stunda þorskeldi í sjókvíum?
    Hversu umfangsmikið var þorskeldi í sjókvíum árin 1991–1995?
         
    
    Hversu mörg fyrirtæki eða einstaklingar stunduðu eldið?
         
    
    Hversu miklu var slátrað?
         
    
    Hvert var heildarverðmætið?
    Svör óskast sundurliðuð eftir árum.
    Hver er afstaða sjávarútvegsráðuneytisins til þorskeldis í sjókvíum?
    Hefur ráðuneytið veitt aðstoð til þorskeldis í sjókvíum. Ef svo er, í hverju er hún fólgin?
    Hvaða skilyrði þarf bátur að uppfylla með tilliti til laga um stjórn fiskveiða þannig að honum sé heimilt að flytja þorsk af veiðislóð í varið hafrými?
    Hvaða reglur gilda um vigtun þorsks úr sjókvíaeldi með tilliti til laga um stjórn fiskveiða:
         
    
    er varðar afla reiknaðan til kvóta,
         
    
    er varðar útreikning á sóknardegi krókabáts?


Skriflegt svar óskast.