Ferill 217. máls. Ferill 218. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 217. og 218 . mál.


718. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 131/1990, um Háskóla Íslands, og um frv. til l. um breyt. á l. um Háskólann á Akureyri, nr. 51/1992, með síðari breytingu.

Frá meiri hluta menntamálanefndar.



    Menntamálanefnd hefur fjallað um frumvörpin og fengið á sinn fund frá Háskóla Íslands Sveinbjörn Björnsson rektor og Þórð Kristinsson kennslustjóra og frá stúdentaráði Háskóla Íslands Dag Eggertsson og Vilhjálm H. Vilhjálmsson.
    Frumvörpunum er ætlað að treysta lagagrundvöll skrásetningargjalds sem innheimt er af stúdentum við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Þykja slíkar lagabreytingar nauðsynlegar í ljósi álits umboðsmanns Alþingis frá því sl. vor. Að áliti umboðsmanns er skrásetningargjald þjónustugjald. Hann telur að ekki sé kveðið nægilega skýrt á um í lögum hvað fella megi undir gjaldið né hvernig megi ráðstafa því. Þá kemur fram í álitinu að sértekjur þær sem skólarnir afla með skrásetningargjöldum þurfi að hafa skýra lagastoð og einnig að nauðsynlegt sé að skýrar reglur gildi um ráðstöfun hluta þeirra tekna til annarra aðila en skólanna sjálfra, svo sem til nemendafélaga og félagsstofnana.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpanna.
    Ólafur Örn Haraldsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. mars 1996.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Hjálmar Árnason.

Arnbjörg Sveinsdóttir.


form., frsm.



Tómas Ingi Olrich.

Árni M. Mathiesen.