Ferill 345. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 345 . mál.


832. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

    Hve mörg sveitarfélög hafa sett sér reglur um fjárhagsaðstoð, sbr. 21. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga?
    Alls hafa 66 sveitarfélög sett sér reglur um fjárhagsaðstoð. Þar á meðal eru flest stærri sveitarfélögin. Eftirtalin sveitarfélög, sem eru með fleiri en 1.000 íbúa, hafa ekki sett sér slíkar reglur samkvæmt fyrirliggjandi gögnum í félagsmálaráðuneyti: Grindavíkurkaupstaður, Sandgerðisbær, Seltjarnarneskaupstaður, Stykkishólmsbær, Ísafjarðarkaupstaður, Sauðárkrókskaupstaður og Siglufjarðarkaupstaður.

    Hver er fjárhagsaðstoðin hjá Reykjavík, Reykjanesbæ, Kópavogi, Akureyri, Neskaupstað, Selfossi og Akranesi með hliðsjón af eftirfarandi fjölskyldum og félags- og fjárhagslegum aðstæðum (upphæðir í krónum):
         
    
    hjá barnlausum einstaklingi sem býr einn og leigir á almennum markaði (húsaleiga 28.000, rafmagns- og hitakostnaður 5.000) með ráðstöfunartekjur á mánuði (atvinnuleysisbætur, hálfar) 24.910;
         
    
    hjá einstæðu foreldri með tvö börn á framfæri, 5 ára og 14 ára, sem leigir á almennum markaði, er atvinnulaust, en á ekki rétt á atvinnuleysisbótum (húsaleiga 35.000, rafmagns- og hitakostnaður 8.000); ráðstöfunarfé á mánuði: mæðralaun 3.144, meðlög með börnum 21.588; bætur á árinu: barnabætur 170.000, barnabótaauki 150.000;
         
    
    hjá hjónum með tvö börn á framfæri, 5 ára og 14 ára, í leigu á almennum markaði (húsaleiga 40.000, rafmagn og hiti 8.000); ráðstöfunarfé á mánuði: tekjur konunnar (útborgaðar atvinnuleysisbætur) 49.800, tekjur konunnar vegna barna 9.000, tekjur karlsins (40% örorkustyrkur) 5.349; bætur á árinu: barnabætur 68.000, barnabótaauki 145.000;
         
    
    hjá hjónum með tvö börn á framfæri, 5 ára og 14 ára, sem búa í eigin húsnæði með eftirfarandi útgjöld á mánuði: vextir, afborganir og fasteignagjöld af húsnæði 40.000, rafmagn og hiti 8.000; ráðstöfunarfé á mánuði: tekjur konunnar (40% örorkustyrkur) 5.349, tekjur karlsins (útborguð laun) 52.000; bætur á árinu: barnabætur 68.000, barnabótauki 145.000, samanlagðar vaxtabætur 140.000?

    Þrjú sveitarfélaganna sem spurt er um greiða húsaleigubætur, Reykjavíkurborg, Neskaupstaður og Selfossbær. Hin sveitarfélögin reikna húsaleigukostnað inn í fjárhagsaðstoðina. Til samræmis er húsaleigubótum bætt við fjárhæð aðstoðar hjá fyrrnefndum þremur sveitarfélögum þar sem það á við, þ.e. í liðum a–c. Að öðru leyti byggjast eftirfarandi upplýsingar á greinargerðum viðkomandi félagsmálastofnana (upphæðir í krónum).


Sveitarfélag

Liður a

Liður b

Liður c

Liður d



Reykjavíkurborg     
36.686      67.252 49.724 39.124
     fjárhagsaðstoð     
28.686
     50.452 32.324
     húsaleigubætur     
8.000
     16.800 17.400
Neskaupstaður     
37.024      53.292 36.579 25.979
     fjárhagsaðstoð     
29.024
     36.492 19.179
     húsaleigubætur     
8.000
     16.800 17.400
Selfossbær     
35.512      40.610 21.586 16.320
     fjárhagsaðstoð     
27.512
     23.810 4.186
     húsaleigubætur     
8.000
     16.800 17.400
Akraneskaupstaður     
39.832      49.591 29.592 12.092
Akureyrarkaupstaður     
42.875      54.215 35.671 15.471
Reykjanesbær     
36.800      41.900 31.000 26.100
Kópavogskaupstaður     
29.481      *
46.244 26.893 14.693
               36.432      **

  *  85% aðstoð, greidd út fyrstu þrjá mánuðina. Á ekki við um barnafólk.
**  Full aðstoð, að loknum þremur mánuðum. Á alltaf við um barnafólk.