Ferill 509. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 509 . mál.


911. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um efnistöku úr Seyðishólum.

Frá Kristjáni Pálssyni.



    Er ráðherra kunnugt um mikla andstöðu þúsunda sumarhúsaeigenda í Árnessýslu við þá fyrirætlan sveitarstjórnar Grímsneshrepps að leyfa efnistöku úr Seyðishólum?
    Er það að mati ráðherra merki um góða stjórnsýsluhætti að Grímsneshreppur sé í senn eftirlitsaðili með að samningar séu haldnir um malarnámið, samningsaðili námaeiganda og umsagnaraðili um fyrirhugaðar framkvæmdir?
    Var félögum sumarhúsaeigenda á svæðinu gefinn kostur á að gefa ráðherra sitt álit um málið?
    Hyggst ráðherra veita umbeðið leyfi fyrir efnistöku einhliða eða eru uppi hugmyndir um að ná samkomulagi við sumarhúsaeigendur á svæðinu?