Vinnumarkaðsaðgerðir

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:47:38 (4108)

1997-03-03 15:47:38# 121. lþ. 82.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:47]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Þetta frv. felur í sér þá stefnubreytingu að málefni atvinnulausra verða flutt frá sveitarfélögunum til ríkisins án þess að nokkur haldbær rök séu fyrir slíku. Til stendur að koma á fót nýrri ríkisstofnun með miklu stjórnarbákni, svæðisskipulagi og undirstjórnum, sem vandséð er að geti þjónað þeim tilgangi að bæta atvinnuástand, stuðla að nauðsynlegri endurmenntun og að bjóða atvinnulausu fólki upp á þá þjónustu sem það þarf á að halda. Það vantar sérmenntað starfsfólk til að sinna þeirri vinnu sem stjórnendurnir 120, eða hvað þeir verða margir, ákveða að sinna skuli. Þetta frv. er eitthvað það alla vitlausasta sem frá þessari ríkisstjórn hefur komið og er þó af ýmsu að taka. Málefni atvinnulausra eru mun betur komin hjá sveitarfélögunum þar sem þau tengjast annarri félagslegri þjónustu. Þetta nýja ríkisbákn get ég ekki stutt og ekki sætt mig við og því greiði ég atkvæði gegn þessu frv.