Stefnumörkun í heilbrigðismálum

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 19:19:50 (1689)

1996-12-02 19:19:50# 121. lþ. 32.4 fundur 114. mál: #A stefnumörkun í heilbrigðismálum# þál., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[19:19]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var nú búin að ákveða að taka ekki aftur til máls, en ég vil alls ekki vera dónaleg við hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég ber mikla virðingu fyrir henni sem þingmanni og fyrrum ráðherra. Af því að henni finnst ekki nægilega skýrt það sem stendur í 6. gr., að heimilt sé að selja eignir, þá þarf að sjálfsögðu að koma ... (Gripið fram í.) Ég má tala núna, hv. þm. Þú ert búin að tala nóg í bili að mínu mati. --- Það þarf að koma til í leiðinni í þessari 6. gr. heimild til að nýta söluna til framkvæmda. Það sjá allir. (Gripið fram í.)