1996-12-14 00:28:48# 121. lþ. 43.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[24:28]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna yfirlýsingu hv. þm. Sturlu Böðvarssonar og óska hér með eftir því að hann komi inn á þetta að svo miklu leyti sem hans tími gefur tilefni til. Ég vil einnig taka fram að ég tel að hv. fjárln. ætti að skoða betur málefni Háskólans á Akureyri. Það hefur verið staðið mjög vel að uppbyggingu þeirrar stofnunar og er ekki undan því að kvarta. Þar hefur orðið til mikilvægt starf og merkilegt á skömmum tíma. Auðvitað vitum við að unnið verður áfram að uppbyggingu þeirrar stofnunar en ég hygg að skynsamlegt væri af hv. fjárln. að skoða húsnæðismál stofnunarinnar sérstaklega milli 2. og 3. umr. með vinsamlegum huga og skoða hvort ekki er hægt að gera eitthvað til þess að bæta úr húsnæðismálum stofnunarinnar sem eru nú erfið viðfangs og nauðsynlegt að bæta úr þeim.