Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 11:51:24 (2232)

1996-12-14 11:51:24# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., SJS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[11:51]

Steingrímur J. Sigfússon (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér kemur til atkvæða fyrsta tillagan af nokkrum sem tengjast málefnum Barnaspítala Hringsins eða nýbyggingar barnaspítala. Í ljósi þeirra umræðna og upplýsinga sem komu fram við 2. umr. í gær og þeirra loforða sem gefin voru að inn í 6. gr. fjárlaga verði tekin heimild til þess að verja andvirði sölu á landi Vífilsstaðaspítala til þessa verkefnis og í trausti þess að gengið verði þannig frá málinu með óyggjandi hætti fyrir 3. umr. og endanlega afgreiðslu fjárlaga að ljóst verði að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og Alþingi skilji ekki við málið fyrr en það er í höfn, þá kalla ég þessa tillögu til baka þar sem ekki er rétt að láta þá vera að fella tillögu sem gengur í sömu átt og vonandi verður endanleg niðurstaða Alþingis.