Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 11:53:52 (2234)

1996-12-14 11:53:52# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[11:53]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Í kjölfar deilu heilsugæslulækna síðasta sumar gerðu heilsugæslulæknar og heilbrrn. samkomulag um uppbyggingu heilsugæslunnar m.a. á Reykjavíkursvæðinu á næstu árum. Þessi tillaga er flutt til að tryggja það að staðið verði að fullu við það samkomulag. Það er afar slæmt ef því samkomulagi er teflt í tvísýnu. Við viljum það ekki og þess vegna flyt ég þá tillögu sem hér liggur fyrir og ég vona að hún njóti yfirgnæfandi meiri hluta þingheims og að sjálfsögðu sérstaklega hæstv. heilbrrh.