1996-12-21 00:25:47# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:25]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég fagna því að fjárln. hefur tekið undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar varðandi þetta mál með því að lýsa því yfir í verki að það er óframkvæmanlegt að ná hinum 160 millj. kr. sparnaði sem heilbrrn. lagði til. Hins vegar kom það líka fram í umræðum hér í dag að jafnvel formaður, jafnvel hinn vel vinnandi formaður, hv. þm. Jón Kristjánsson, hafði ekki grænan grun um hvernig ætti að ná þessum 60 millj. kr. sparnaði þótt hann væri þráspurður um það. Ég held að honum verði ekki unnt að ná, sér í lagi ekki með þeim undirbúningi sem enginn er og þess vegna segi ég nei.