Ferill 37. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 37 . mál.


37. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um fræðslu fyrir dómara á sviði jafnréttismála og mannréttinda.

Frá Bryndísi Hlöðversdóttur.



    Hvað líður undirbúningi dómsmálaráðuneytisins að jafnréttisfræðslu fyrir dómara, í samræmi við tilmæli nefndar Sameinuðu þjóðanna sem hefur með höndum eftirlit með framkvæmd kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna (samnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum)?
    Hver var niðurstaða fundar sem ráðuneytið hélt með fulltrúum félagsmálaráðuneytisins, Dómarafélagsins og skrifstofu jafnréttismála í vor?
    Hefur ráðuneytið í hyggju frekari aðgerðir vegna tillagna nefndarinnar um námskeið fyrir dómara um mannréttindamál og ef svo er, hverjar eru þær?